Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hamborgarafabrikkan kynnir nýjan hamborgara með pomp og prakt
Þessi einstaki hamborgari hefur mjög sérstakt og afgerandi nafn. Hann er settur saman af mjög sérstöku tilefni og er skírður í höfuðið á vinsælu dægurlagi
, en þessi og aðrar færslur hafa birst á facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar síðastliðna daga, en hér er um að ræða kynning á nýjum hamborgara staðarins. Nýi hamborgarinn verður vígður með pomp og prakt í hádeginu í dag fimmtudaginn 26. sept. við sérstakri vígsluathöfn og heitir hamborgarinn Draumurinn eftir samnefndu lagi Sálarinnar.
Að því tilefni ætlar Sálin hans Jóns míns taka lagið fyrir hádegisgestir Fabrikkunnar á Höfðatorgi í dag, en sveitin fagnar nú aldarfjórðungsafmæli og verða haldnir viðhafnartónleikar í Hörpu laugardagskvöldið 9. nóvember 2013.
Eftirfarandi lýsing á nýja hamborgaranum er fengin af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar:
DRAUMURINN er steikarborgari úr 100% hreinni íslenskri nautalund sem er grófhökkuð og blönduð hreinni nautafitu (14%). Hann er svo gómsætur að hann er borinn fram „nakinn“ í sesamlausu brauði með einungis bræddum osti á toppnum. Honum fylgir svo mjög spennandi nýjung – Trufflubernaisesósa. Þeir sem vilja gjörsamlega trylla bragðlaukana geta valið að bæta ofaná hann sneið af steiktri, franskri andalifur (Foie Gras) – sem er stolt franskrar matargerðarlistar.
Mynd: af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






