Keppni
Hænsnabóndi, prestur og plötusnúður er á meðal þeirra sem keppa í súpukeppninni á MATUR-INN 2013
- Undirbúningur í fullum gangi
- Keppnistöðvar hjá súpukeppninni
- Undirbúningur í fullum gangi
Sýningin MATUR-INN 2013 á Akureyri hefst í dag föstudag kl. 13 og stendur til kl. 20 í kvöld. Ein keppni er í dag á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara á Norðurlandi en það er súpukeppni milli þekktra einstaklinga. Þeir hafa klukkutíma til að gera súpu fyrir 6 manns, hráefnið sem þau hafa úr að velja er lamb, naut, nautatunga, lax, steinbítur og rækjur ásamt öllu helsta grænmeti.
Þeir sem keppa í súpugerðinni í dag eru:
- Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
- Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju
- Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
- Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
- Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Á morgun laugardag er sýningin opin frá kl. 13 til 18.
Klúbbur Matreiðslumeistara er síðan með tvær keppnir á á morgun laugardaginn klukkan 13 – 14 og keppa þá matreiðslunemar á Akureyri þar sem þemað er „Eldað úr firðinum“ og í seinni keppninni keppa dömur í að gera dömulegasta eftirréttinn og er hún haldin frá klukkan 15 til 16.
Veitingageirinn.is verður á vaktinni og flytur ykkur fréttir frá sýningunni ásamt myndum.
Myndir af sýningu: Kristinn
Myndir af keppendum: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?