Keppni
Hænsnabóndi, prestur og plötusnúður er á meðal þeirra sem keppa í súpukeppninni á MATUR-INN 2013
- Undirbúningur í fullum gangi
- Keppnistöðvar hjá súpukeppninni
- Undirbúningur í fullum gangi
Sýningin MATUR-INN 2013 á Akureyri hefst í dag föstudag kl. 13 og stendur til kl. 20 í kvöld. Ein keppni er í dag á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara á Norðurlandi en það er súpukeppni milli þekktra einstaklinga. Þeir hafa klukkutíma til að gera súpu fyrir 6 manns, hráefnið sem þau hafa úr að velja er lamb, naut, nautatunga, lax, steinbítur og rækjur ásamt öllu helsta grænmeti.
Þeir sem keppa í súpugerðinni í dag eru:
- Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
- Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju
- Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
- Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
- Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Á morgun laugardag er sýningin opin frá kl. 13 til 18.
Klúbbur Matreiðslumeistara er síðan með tvær keppnir á á morgun laugardaginn klukkan 13 – 14 og keppa þá matreiðslunemar á Akureyri þar sem þemað er „Eldað úr firðinum“ og í seinni keppninni keppa dömur í að gera dömulegasta eftirréttinn og er hún haldin frá klukkan 15 til 16.
Veitingageirinn.is verður á vaktinni og flytur ykkur fréttir frá sýningunni ásamt myndum.
Myndir af sýningu: Kristinn
Myndir af keppendum: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park













