Keppni
Hænsnabóndi, prestur og plötusnúður er á meðal þeirra sem keppa í súpukeppninni á MATUR-INN 2013
- Undirbúningur í fullum gangi
- Keppnistöðvar hjá súpukeppninni
- Undirbúningur í fullum gangi
Sýningin MATUR-INN 2013 á Akureyri hefst í dag föstudag kl. 13 og stendur til kl. 20 í kvöld. Ein keppni er í dag á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara á Norðurlandi en það er súpukeppni milli þekktra einstaklinga. Þeir hafa klukkutíma til að gera súpu fyrir 6 manns, hráefnið sem þau hafa úr að velja er lamb, naut, nautatunga, lax, steinbítur og rækjur ásamt öllu helsta grænmeti.
Þeir sem keppa í súpugerðinni í dag eru:
- Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
- Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju
- Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
- Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
- Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Á morgun laugardag er sýningin opin frá kl. 13 til 18.
Klúbbur Matreiðslumeistara er síðan með tvær keppnir á á morgun laugardaginn klukkan 13 – 14 og keppa þá matreiðslunemar á Akureyri þar sem þemað er „Eldað úr firðinum“ og í seinni keppninni keppa dömur í að gera dömulegasta eftirréttinn og er hún haldin frá klukkan 15 til 16.
Veitingageirinn.is verður á vaktinni og flytur ykkur fréttir frá sýningunni ásamt myndum.
Myndir af sýningu: Kristinn
Myndir af keppendum: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins













