Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli býður upp á íslenskt hráefni á menningarhátíð í Nuuk í Grænlandi
Þar verður margt menningartengt efni frá Vestnorrænu löndunum, Færeyjar, Ísland og Grænland á menningarhátíð sem hófst í morgun í Nuuk í Grænlandi og stendur yfir í tvo daga. Kvikmyndin Órói verður sýnd, tónlistaviðburðir, þjóðlegur matur í öndvegi verður á hátíðinni, matreiðslumenn með kynningu á matarmenningu þjóðanna og margt fleira. Gísli Matthías Auðunsson, yfirmatreiðslumaður Slippsins í Vestmannaeyjum fer fyrir hönd Ísland og býður upp á spennandi rétti úr íslensku hráefni.
Föst-, og laugardagskvöld verður sérréttamatseðill með réttum frá matreiðslumönnunum og mun hver réttur kosta 100 krónur danskar (2200 kr. ísl). Á laugardagsmiðdegi verður pinnamatur með réttum frá öllum matreiðslumönnunum.
Réttirnir sem Gísli ætlar að bjóða upp á eru:
1. réttur:
Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.
2. réttur:
Lambainnralæri með rauðrófumauki, fenníku, sólselju og brenndu smjöri.
Pinnamatur:
Reykt ýsa frá Vestmannaeyjum með rúgbrauði og piparrót.
Grænlenskar raukur með sólselju og stökku brauði.
Létt grafin bleikja með sítrónu og kapers.
Myndir og nánari umfjöllun verður birt síðar.
Myndir: Aðsendar
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?