Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli býður upp á íslenskt hráefni á menningarhátíð í Nuuk í Grænlandi
Þar verður margt menningartengt efni frá Vestnorrænu löndunum, Færeyjar, Ísland og Grænland á menningarhátíð sem hófst í morgun í Nuuk í Grænlandi og stendur yfir í tvo daga. Kvikmyndin Órói verður sýnd, tónlistaviðburðir, þjóðlegur matur í öndvegi verður á hátíðinni, matreiðslumenn með kynningu á matarmenningu þjóðanna og margt fleira. Gísli Matthías Auðunsson, yfirmatreiðslumaður Slippsins í Vestmannaeyjum fer fyrir hönd Ísland og býður upp á spennandi rétti úr íslensku hráefni.
Föst-, og laugardagskvöld verður sérréttamatseðill með réttum frá matreiðslumönnunum og mun hver réttur kosta 100 krónur danskar (2200 kr. ísl). Á laugardagsmiðdegi verður pinnamatur með réttum frá öllum matreiðslumönnunum.
Réttirnir sem Gísli ætlar að bjóða upp á eru:
1. réttur:
Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.
2. réttur:
Lambainnralæri með rauðrófumauki, fenníku, sólselju og brenndu smjöri.
Pinnamatur:
Reykt ýsa frá Vestmannaeyjum með rúgbrauði og piparrót.
Grænlenskar raukur með sólselju og stökku brauði.
Létt grafin bleikja með sítrónu og kapers.
Myndir og nánari umfjöllun verður birt síðar.
Myndir: Aðsendar
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






