Sverrir Halldórsson
Fyrsta Off venue hjá KM, Hani í víni (Coq au Vin) – Haldið á Friðrik V fimmtudaginn 17. október
Þessi tilraun viðburðarnefndar KM, var virkilega áhugaverð uppákoma og tilraun til að brjóta upp hið hefðbundna klúbbsstarf, en ekki á kostnað þess heldur sem viðbót.
Fyrsta kvöldið var haldið á veitingastaðnum Friðrik V á Laugaveginum, 17 október eins og áður segir, bauð vertsparið okkur velkomna en staðurinn var lokaður fyrir öðrum en KM meðlimum.
Matseðill kvöldsins var eftirfarandi:
Smakkaðist þetta alveg firnavel ekta villibragð
Gamall réttur nútímafærður og þetta litla gott
Ein besta humarsúpa landsins

Hani í víni, 8 mánaða gamall hani frá í Fljótshlíð, lagaður af natni og eljusemi hátt í sólarhring, með kartöflumauki úr möndlukartöflum
Það var alveg þess virði að bíða í 8 mánuði eftir að smakka þennann rétt
Alveg draumur, súkkulaðið ekki beiskt og bragðið af íslensku jarðaberjunum alveg mögnuð
Fyrir aðalrétt komu þeir félagar Davíð Ólafsson og Stefan Islandí og sungu 3 lög, öllum til mikillar ánægju.
Gulli frá Vífilfell var á meðal okkar en þeir sponseruðu vínið með matnum og sagði hann frá því hvernig var unnið við pörun á mat og víni fyrir þetta kvöld og var virkilega gaman að hlusta á útskýringar hans, mjög fagmannlegar.
Hér eru örfá orð um vínin:
Dog Point Chardonnay 2008 – Marlborough, New Zealand Þykkur, þroskaður og eikaður Chardonnay, tilvalinn með lifrapaté-inu og saltfisknum. Spilar vel á fituna í hömsunum og dregur fram bragðið af rófustöppunni. Eigandinn er fyrrum víngerðar maður Cloudy Bay sem er löngu orðið hemsþekkt, í dag eru vínin hans að skáka vínum gamla vinnuveitandans í smökkunum.
Bertani Villa Arvedi Amarone – Valpolicella, Ítalía. Þroskaður, kryddaður með nettri sætu sem skapast af þurrkun berjanna sem eru Corvina, Rondinella og Molinara. Berinn þurkuð til að fá meiri sætu fram. Hentar frábærlega með hana í víni sem er kraftmikill haustréttur með rótargrænmeti.
Morande Golden Late Harvest Sauvignon Blanc 2007 – Casablanca, Chile. Pablo Morande er brautryðjandi á Casablanca svæðinu og var sá fyrsti til að planta vínvið þar þegar enginn hafði trú á þessu svæði. Í dag eru allir stórir sem smáir farnir að rækta í Casablanca. Þetta vín er einungis gert í allra bestu árgöngunum og fer í gegnum hina svokölluðu Poriture Noble ferli eða Hin göfuga rotnun þar sem berin eru látin hanga þar til að þau verða fyrir myglusvepp sem dregur úr þeim mest allan vökva og eftir situr sætan.
Svo var borið fram kaffi og þeirra eigin smákökur með og var það góð lok á mjög skemmtilegu og fræðandi kvöldi.
Vona ég að viðburðarnefndin auðnist að halda þessu áfram á sömu braut.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri














