Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendaskipti á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni
Austurlenska veitingahúsið Bambus hefur verið starfrækt að Borgartúni 16 um nokkurt skeið en nýlega urðu þar eigendaskipti þegar hjónin Betty og David Wang tóku við rekstrinum.
Betty Wang er fædd í Kína, lærði um asískan mat og drykk í háskóla í Singapore og útskrifaðist frá einum besta hótelstjórnunarskóla Asíu, SHATEC – Singpore Hotel and Tourism Education College.
“Ég flutti til Íslands fyrir sex árum eftir að ég kynntist kínverskum manni sem bjó og starfaði á Íslandi. Við elskum bæði asískan mat og frá því ég fyrst kom hingað hefur mig langað til að færa Íslendingum ferskan asískan mat og gefa þeim innsýn í asíska menningu. Draumar mínir hafa loks ræst með opnum Bambus,” segir Betty Wang í samtali við Vínótekið.
Maturinn á Bambus er ekki einskorðaður við Kína heldur má á matseðlinum finna rétti sem eiga uppruna sinn að rekja viðs vegar til Asíu, auðvitað til Kína en einnig Japan, Indókína og Indlands.
Greint frá á vinotek.is.
Myndir: af facebook síðu Bambus
Munið að tagga #veitingageirinn á Instagram og leyfið okkur að fylgjast með. Allar myndir birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðu veitingageirinn.is.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park









