Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendaskipti á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni
Austurlenska veitingahúsið Bambus hefur verið starfrækt að Borgartúni 16 um nokkurt skeið en nýlega urðu þar eigendaskipti þegar hjónin Betty og David Wang tóku við rekstrinum.
Betty Wang er fædd í Kína, lærði um asískan mat og drykk í háskóla í Singapore og útskrifaðist frá einum besta hótelstjórnunarskóla Asíu, SHATEC – Singpore Hotel and Tourism Education College.
“Ég flutti til Íslands fyrir sex árum eftir að ég kynntist kínverskum manni sem bjó og starfaði á Íslandi. Við elskum bæði asískan mat og frá því ég fyrst kom hingað hefur mig langað til að færa Íslendingum ferskan asískan mat og gefa þeim innsýn í asíska menningu. Draumar mínir hafa loks ræst með opnum Bambus,” segir Betty Wang í samtali við Vínótekið.
Maturinn á Bambus er ekki einskorðaður við Kína heldur má á matseðlinum finna rétti sem eiga uppruna sinn að rekja viðs vegar til Asíu, auðvitað til Kína en einnig Japan, Indókína og Indlands.
Greint frá á vinotek.is.
Myndir: af facebook síðu Bambus
Munið að tagga #veitingageirinn á Instagram og leyfið okkur að fylgjast með. Allar myndir birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðu veitingageirinn.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?