Veitingarýni
Coocoo´s Nest er nýr veitingastaður á Granda
Það var eitt sunnudagshádegi sem ég ákvað að kíkja út á Granda og fá mér dögurð hjá þeim.
Þegar maður kemur inn fékk ég þá tilfinningu að ég væri kominn í vin í eyðimörk, lítill staður með persónulega þjónustu og mér leið strax vel þarna inni. Lítill matseðill, ég pantaði mér glas af tómatsafa, coke light og hleypt egg Florentine að hætti hússins.
Svo komu drykkjarföngin og saup ég á safanum og vá þvílíkur safi, hann var með svolitlu selleríbragði sem gerði honum bara gott.
Svo komu eggin með spínati á súrdeigsbrauði, piparostasósu, tómatsalsa og steiktum kartöflum, það verður að viðurkennast að þessi útfærsla á klassískum rétti kom frábærlega út og stóð fyllilega fyrir sínu. Þjónustan þægileg og ef maður gaut augunum að barnum var strax komin þjónn, til að athuga hvort eitthvað vantaði.
Þetta kom skemmtilega á óvart og gaman að fá svona stað í vesturbæinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús












