Sverrir Halldórsson
Búllan meðal 20 svölustu veitingastaða Bretlands
Dagblaðið The Times gefur Hamborgarabúllunni í London frábæra umsögn. Ný Búlla opnuð í Chelsea-hverfinu seinna í mánuðinum.
Hamborgarabúllan í London, eða Tommis Burger Joint eins og staðurinn heitir þar í landi, fékk frábæra umsögn í dagblaðinu The Times í London. Staðurinn var valinn einn af 20 svölustu veitingastöðum Bretlands. Umsögnin kemur á frábærum tíma því aðstandendur staðarins hafa stækkað við sig og opna nýjan veitingastað á Kings Road í London. Róbert Aron Magnússon, einn eigenda Tommis Burger Joint, er að vonum ánægður með gang mála.
Þetta er algjörlega frábært. Bæði umsögnin og stækkunin. Í sumar fengum við óvænt tækifæri til þess að stækka við okkur og ákváðum að skella okkur á það
, segir Róbert í samtali við Fréttablaðið.
Staðsetningin á nýja staðnum er frábær að sögn Róberts.
Þetta er mjög vinsæl verslunargata og margir flottir veitingastaðir í kring. Þetta er í Chelsea-hverfinu, hér er nóg um að vera.
Stefnt er að því að opna staðinn fyrir desemberbyrjun, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






