Sverrir Halldórsson
Búllan meðal 20 svölustu veitingastaða Bretlands
Dagblaðið The Times gefur Hamborgarabúllunni í London frábæra umsögn. Ný Búlla opnuð í Chelsea-hverfinu seinna í mánuðinum.
Hamborgarabúllan í London, eða Tommis Burger Joint eins og staðurinn heitir þar í landi, fékk frábæra umsögn í dagblaðinu The Times í London. Staðurinn var valinn einn af 20 svölustu veitingastöðum Bretlands. Umsögnin kemur á frábærum tíma því aðstandendur staðarins hafa stækkað við sig og opna nýjan veitingastað á Kings Road í London. Róbert Aron Magnússon, einn eigenda Tommis Burger Joint, er að vonum ánægður með gang mála.
Þetta er algjörlega frábært. Bæði umsögnin og stækkunin. Í sumar fengum við óvænt tækifæri til þess að stækka við okkur og ákváðum að skella okkur á það
, segir Róbert í samtali við Fréttablaðið.
Staðsetningin á nýja staðnum er frábær að sögn Róberts.
Þetta er mjög vinsæl verslunargata og margir flottir veitingastaðir í kring. Þetta er í Chelsea-hverfinu, hér er nóg um að vera.
Stefnt er að því að opna staðinn fyrir desemberbyrjun, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu






