Sverrir Halldórsson
Búllan meðal 20 svölustu veitingastaða Bretlands
Dagblaðið The Times gefur Hamborgarabúllunni í London frábæra umsögn. Ný Búlla opnuð í Chelsea-hverfinu seinna í mánuðinum.
Hamborgarabúllan í London, eða Tommis Burger Joint eins og staðurinn heitir þar í landi, fékk frábæra umsögn í dagblaðinu The Times í London. Staðurinn var valinn einn af 20 svölustu veitingastöðum Bretlands. Umsögnin kemur á frábærum tíma því aðstandendur staðarins hafa stækkað við sig og opna nýjan veitingastað á Kings Road í London. Róbert Aron Magnússon, einn eigenda Tommis Burger Joint, er að vonum ánægður með gang mála.
Þetta er algjörlega frábært. Bæði umsögnin og stækkunin. Í sumar fengum við óvænt tækifæri til þess að stækka við okkur og ákváðum að skella okkur á það
, segir Róbert í samtali við Fréttablaðið.
Staðsetningin á nýja staðnum er frábær að sögn Róberts.
Þetta er mjög vinsæl verslunargata og margir flottir veitingastaðir í kring. Þetta er í Chelsea-hverfinu, hér er nóg um að vera.
Stefnt er að því að opna staðinn fyrir desemberbyrjun, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






