Kokkalandsliðið
Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn | Hákon Már: „Þessi er sá besti fyrir mig…“
Hamborgarhryggurinn frá Nóatúni var hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum fyrir þessi jól. Fimmtán hryggir voru prófaðir í ár. Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um hryggina en það var í höndum sérstakrar dómnefndar að leggja mat á gæði þeirra.
Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður, Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson, verkamaður og matgæðingur, og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, að því er fram kemur á dv.is.
Nóatúns-hryggurinn fékk meðaleinkunnina 8.
Þessi er góður. Jafnvægi og karakter. Mjúk áferð á kjöti. Þessi er sá besti fyrir mig í annars nokkuð jafnri keppni
, sagði Hákon, þjálfari kokkalandsliðsins, um Nóatúns-hrygginn.
Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast í helgarblaði DV.
Mynd: Niðurstöður úr bragðkönnun í helgarblaði DV
![]()
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






