Food & fun
Alvaro Garrido – Höfnin
Hér er á ferðinni drengur sem veit hvað hann er að tala um. Hann er eigandi og yfirkokkur á staðnum La Mina í Bilbao á Spáni. Hann hefur unnið á fjölmörgum veitingastöðum á Spáni og flestir þeirra hafa verið með stjörnu en þegar hann opnaði veitingastaðinn sinn árið 2012 var La Mina fyrsti staðurinn á Spáni til að fá stjörnu á fyrsta árinu. Þannig hér er alveg greinilega fagmaður á ferð.
Það sem hann bauð okkur upp á var:
Gott bragð af skelinni, skín vel í gegnum þennan rétt og svo poppar pylsan þetta upp
Fullkomin eldun á létt reyktri bleikjunni. Kröftugt te bragð í endann
Rosalegur réttur, mjúkt ólífu bragðið og svo létt froða í endann
Íslenskt lamb eins og það gerist best, góð sósa með
Þykk sabayon sósan var góð en svolítið mikið sæt, appelsínukrapið og jógúrtið skar vel í gegn
Sælir gengum við út af Höfninni með bros á vör.
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?