Keppni
Agnar stóð sig með stakri prýði og var okkur til sóma | Agnar komst ekki í 8 manna úrslit
Agnar Fjeldsted keppti í morgun í sérstakri óáfengri kokteilkeppni sem fram fór á Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi. Kokteilkeppni var haldin á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis og þurftu drykkirnir að innihalda mjög lítið magn af kaloríum. Agnar komst því miður ekki í 8 manna úrslit, en þau lönd sem komust áfram voru Búlgaría, Pólland, Króatía, Slóvenia, Úkraína, Austurríki, Tékkland og Eistland.
Keppendur voru 48, einn frá hverju landi en úrslit ráðast á morgun þar sem keppt verður um fyrstu þrjú sætin. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er 10.000$, annað sætið 3.000$ og þriðja sætið 2.000$.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir fagleg vinnubrögð og bestu skreytinguna.
Agnar stóð sig með stakri prýði og var okkur til sóma.
Eftirfarandi myndir eru skjáskot úr beinu útsendingunni í morgun á Hilton Prague hótelinu:
Mynd af Agnari: Sigrún Guðmundsdóttir
/Smári
Þið þekkið þetta, merkið Instagram myndirnar með hashtaginu #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini















