Keppni
Agnar stóð sig með stakri prýði og var okkur til sóma | Agnar komst ekki í 8 manna úrslit
Agnar Fjeldsted keppti í morgun í sérstakri óáfengri kokteilkeppni sem fram fór á Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi. Kokteilkeppni var haldin á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis og þurftu drykkirnir að innihalda mjög lítið magn af kaloríum. Agnar komst því miður ekki í 8 manna úrslit, en þau lönd sem komust áfram voru Búlgaría, Pólland, Króatía, Slóvenia, Úkraína, Austurríki, Tékkland og Eistland.
Keppendur voru 48, einn frá hverju landi en úrslit ráðast á morgun þar sem keppt verður um fyrstu þrjú sætin. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er 10.000$, annað sætið 3.000$ og þriðja sætið 2.000$.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir fagleg vinnubrögð og bestu skreytinguna.
Agnar stóð sig með stakri prýði og var okkur til sóma.
Eftirfarandi myndir eru skjáskot úr beinu útsendingunni í morgun á Hilton Prague hótelinu:
Mynd af Agnari: Sigrún Guðmundsdóttir
/Smári
Þið þekkið þetta, merkið Instagram myndirnar með hashtaginu #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu















