Frétt
Matarbylting Jamie Oliver
Jamie Oliver setti í dag 17. maí í London hátíðina „Matarbyltinguna“ eða Food Revolution. Hún var haldin í götunni við veitingastaðinn Fifteen og skemmtilegir réttir og drykkir framreiddir í tjöldum.
Eins og flestir vita hefur Jamie verið ötull baráttumaður fyrir bættu mataræði í skólum með góðum árangri og nú er markmiðið að gera alla meðvitaða um mat og matargerð.
Krakkar úr St. Paul grunnskólanum tóku þátt í dag með litríkum hætti þar sem þau lærðu að setja saman einfaldan mat með grænmeti, jurtum og fengu pizzabotna með grófu mjöli. Sjálfur tók Oliver þátt í þessu með þeim með sínu lagi og ekki laust við stjörnuglampa í augum margra enda maðurinn stjarna með mikinn karisma.
Þetta er frábært framtak og þörfin á kynningu á Íslandi nauðsynleg. Fréttamaður freisting.is hefur í gegnum árin séð merki þess að matarfáfræði hefur aukist og nú er spurning hvort við matreiðslumenn á Íslandi getum ekki farið að breyta þessu?
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






