Axel Þorsteinsson
3 Frakkar 25 ára – „Frábær staður til að fá góðan mat…“
Laugardaginn þann 1. mars s.l. héldu 3 Frakkar hjá Úlfari uppá 25 ára afmælið sitt. Veitingageirinn fór og fengu hjá þeim afmælis matseðilinn sem var búið að setja saman í tilefni dagsins.
Það var tekið vel á móti okkur og vísað okkur til sætis inn í garðskálanum hjá þeim, staðurinn var þétt setinn og allir skæl brosandi. Þægilegt andrúmsloft og manni leið eins og heima hjá sér þegar við sátum þarna og vorum að gæða okkur á þessum frábæru réttum.
Virkilega bragðgóð súpa til að byrja gott kvöld.
Algjört sælgæti, líklegast sá réttur sem þau eru þekktust fyrir.
Þorskurinn var passlega eldaður, sósan mjög bragðgóð og frábær réttur.
Enn og aftur mjög góður réttur, rauðsprettan mjög góð, skemmtilegt sítrus bragð og auðvitað béarnaise sósa og osturinn vel brúnaður.
Hvalurinn var frábærlega eldaður og piparsósan smellpassaði með hvalnum.
Virkilega bragðgóður og léttur eftirréttur.
Við hjá veitingargeirinn.is viljum óska Úlfari til hamingju með daginn og öllu starfsfólkinu líka. Frábær staður sem gott er að koma til að fá góðan mat.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya

















