Markaðurinn
Yfir hundrað veitingastaðir á Yess.is
www.yess.is er nýtt markaðstorg þar sem notendur geta pantað sér mat frá yfir 100 veitingastöðum. Síðan fór í loftið fyrir um það bil mánuði og er þróuð af hugbúnaðarfyrirtækinu Proton.
Proton er einnig rekstraraðili sölukerfisins SalesCloud og stór fjöldi þeirra viðskiptavina eru veitingastaðir. Því kom sú hugmynd að vera með alla staðina undir sama “þaki” og gera staðina þeirra sýnilegri ásamt því að auðvelda þeirra viðskiptavinum að panta mat hjá þeim.
Sérstaða Yess er hversu notendavænt allt ferlið er og búið er að auðvelda fyrir viðskiptavinum að kanna úrvalið, það er allt á einni síðu og fyrirhöfnin því lítil sem engin.
Á næstu dögum verður líka hægt að greiða með ApplePay og verður Yess þá fyrsta markaðstorgið til þess að bjóða upp á þann möguleika.
Það eru fleiri spennandi nýjungar væntanlegar á komandi vikum og mun Yess vera sér á parti hvað varðar notendaupplifun og þægindi.
Inni á síðunni er einnig að finna fjórar stærstu mathallir höfuðborgarsvæðisins, Granda, Hlemm, Höfða og Borg29 sem er ný og glæsileg mathöll í Borgartúni 29.
Yess er því tilvalið markaðstorg fyrir mathallir og því viðskiptavinir geta pantað mat af fleiri en einum stað í einu og greitt fyrir í sömu pöntun. Þetta er frábær lausn fyrir jafnt stór sem smá fyrirtæki sem eru að panta hádegismat að geta pantað af nokkrum stöðum í einu fyrir starfsmenn sína.
Daglegar heimsóknir eru nú vel yfir 500. Miðað við þann stutta tíma sem síðan hefur verið í loftinu má gera ráð fyrir að sú tala eigi eftir að margfaldast hratt.
Hægt er að ná í Yess appið fyrir bæði IOS og Android.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri