Vertu memm

Markaðurinn

Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024

Birting:

þann

Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024

Í lok hvers árs birtir Spotify samantekt yfir það sem var vinsælast í hlustun hjá notandum streymisveitunnar, sem kallast „Spotify wrapped.“  Þar sem að Wolt er vel kunnugt vefjum (e. wraps) með ýmist kjúklingi eða grænmeti hefur heimsendingaþjónustan ákveðið að gefa út „Wolt wrapped“ samantekt yfir það sem Íslendingar pöntuðu oftast á árinu 2024.

Eftir því sem leið að lokum 2024 rýndum við í gögn Wolt frá árinu til að skoða vinsælustu pantanirnar, vinsælustu vörurnar og innsýn í matarvenjur og verslunarhegðun landsmanna. Gögnin spanna tímabilið janúar til nóvember og varpa ljósi á matarrétti, vörur og gjafir sem voru í uppáhaldi á árinu.

Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024

Christian Kamhaug, yfirmaður samskiptamála hjá Wolt, er ánægður með árið á íslandi.

Vinsælustu réttirnir

Listi af vinsælustu réttunum á Íslandi hefur verið birtur! Eftirfarandi réttir vöktu mesta lukku á íslenskum heimilum, en það er ljóst að gómsætur hamborgari skipar sérstakan sess í hjörtum (og mögum) landsmanna þar sem meira en 400.000 hamborgarar voru afhentir það sem af er ári. Þó er nánast sama hvað er á diskinum þar sem kokteilsósan þarf (nánast) alltaf að fylgja í pokanum.

  1. Hamborgari
  2. Pítsa
  3. Kjúklingur

Stærstu pantanirnar

Stærsta pöntunin á Íslandi á árinu var greinilega mikil veisla sem innihélt alls 83 atriði með drykkjum. Þetta var jafnframt dýrasta pöntunin og kostaði hvorki meira né minna en 136.000 krónur fyrir úrval af steiktum kjúkling. Þetta snýst þó allt um að deila gómsætum mat og skapa skemmtilegar minningar.

Uppáhalds heimsendu matvörurnar

Brauðsnittur, brúnt- og heilkornabrauð, bakkelsi og mjólk voru á meðal vinsælustu matvaranna á Íslandi það sem af er ári. Krambúðin, samstarfsaðili Wolt, er staðurinn fyrir hraða og þægilega verslunarupplifun, hvort sem um er að ræða þægindi eða skyndilanganir.

Ástin er í loftinu:

Rósir stálu senunni sem vinsælustu blómin árið 2024, en Valentínusardagurinn var vinsælasti dagurinn fyrir blómasendingar á árinu.

Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024

Í hundana – eða kettina?

Hundar eru greinilega vinsæl gæludýr meðal Íslendinga og mest var pantað af hundamat á árinu. Loðnu félagar okkar eru því ofarlega í forgangsröðinni á íslenskum heimilum. Stærsta pöntunin var 12 kílóa poki af hundamat, sem er ágætt að var ekki sendur á hjóli!

Uppáhalds pöntunardagarnir: Það elska allir að byrja helgina með krafti og laugardagar voru efst á lista yfir dagana sem var mest pantað á, en sunnudagar og föstudagar fylgdu fast á eftir. Annarsstaðar í Evrópu voru föstudagar helstu dagarnir fyrir nautnamat (e. comfort-food) en frændur okkar í Noregi pöntuðu lang mest á sunnudögum.

Stysta sendingin: Stysta vegalengd sendingar á landinu var tveir metrar þegar kjúklingaborgari var sendur. Vegalengdin jafngildir ef 20 slíkum borgurum væri raðað saman, sem staðfestir að þægindin eru handan hornsins með Wolt.

Fyrirfram pantanir: Íslenskir viðskiptavinir pöntuðu fyrirfram í einungis 1,2% tilfella, sem gerir þá einna minnst skipulagða í allri Evrópu. Við vitum líka öll að þetta reddast!

Miðnætursnarl: Íslendingar elska miðnætursnarl! Vinsælustu miðnæturpantanirnar voru franskar (auðvitað með kokteilsósu!), en kjúklingaborgarar fylgdu fast á eftir. Wolt er alltaf innan seilingar, hvort sem verið er að horfa á bíómynd seint á kvöldin eða vinna frameftir.

Auglýsingapláss

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið