Vertu memm

Food & fun

William Morris – Grillmarkaðurinn

Birting:

þann

William Morris - Grillmarkaðurinn

Þetta er annað árið í röð sem William Morris kemur á Food and Fun hátíðina. Hann gegnir stöðu yfirkokks á veitingastaðnum Vermilion sem er staðsettur í Washington DC. Fyrir þann tíma hafði hann unnið á flestum þekktum veitingastöðum borgarinnar.

Vermilion er þekktur fyrir það að nota staðbundið hráefni og er eldamennskan hans Williams, einföld og heiðarleg matreiðsla. Hann hefur unnið með þekktum matreiðslumönnum á borð við Nobu og Marco Pierre White. Þess má einnig geta að forseti bandaríkjanna, Barack Obama, er tíður gestur á Vermilion sem má telja til góðra meðmæla.

Ristuð hvítlaukssúpa með soðnu eggi og grilluðum ostrusveppum

Ristuð hvítlaukssúpa með soðnu eggi og grilluðum ostrusveppum

Úff þetta var sprengja, mikið og gott hvítlauksbragð og góð fitan úr egginu

Reykt rauðrófa og grafinn lax í salati, nípumauk og ristuð sesamfræ

Reykt rauðrófa og grafinn lax í salati, nípumauk og ristuð sesamfræ

Virklega góður laxinn og ekki skemmdu rófurnar fyrir. Góð blanda

Steiktur hörpudiskur, ristaðar möndlur og brúnað smjör

Steiktur hörpudiskur, ristaðar möndlur og brúnað smjör

Fullkomin eldun á hörpunni og krönsið gott í möndlunum, í það mesta bitter í appelsínunni undir

Grillaður lambahryggur, eggaldinmauk og kjúklingabauna Panissa

Grillaður lambahryggur, eggaldinmauk og kjúklingabauna Panissa

Snilldar kryddhjúpur á lambinu og eldunin alveg upp á 10

Súkkulaði panna cotta, flaueliskaka og kryddaðar pekan hnetur

Súkkulaði panna cotta, flaueliskaka og kryddaðar pekan hnetur

Virkilega mjúk og góð panna cotta og ísinn náði yfir alla bragðpallettuna

Það er alltaf gaman að koma á Grillmarkaðinn og þannig var það líka í þetta skiptið. Glaðir gengum við út á næsta stað.

 

/Hinrik og Matthías

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið