Food & fun
William Morris – Grillmarkaðurinn
Þetta er annað árið í röð sem William Morris kemur á Food and Fun hátíðina. Hann gegnir stöðu yfirkokks á veitingastaðnum Vermilion sem er staðsettur í Washington DC. Fyrir þann tíma hafði hann unnið á flestum þekktum veitingastöðum borgarinnar.
Vermilion er þekktur fyrir það að nota staðbundið hráefni og er eldamennskan hans Williams, einföld og heiðarleg matreiðsla. Hann hefur unnið með þekktum matreiðslumönnum á borð við Nobu og Marco Pierre White. Þess má einnig geta að forseti bandaríkjanna, Barack Obama, er tíður gestur á Vermilion sem má telja til góðra meðmæla.
Úff þetta var sprengja, mikið og gott hvítlauksbragð og góð fitan úr egginu
Virklega góður laxinn og ekki skemmdu rófurnar fyrir. Góð blanda
Fullkomin eldun á hörpunni og krönsið gott í möndlunum, í það mesta bitter í appelsínunni undir
Snilldar kryddhjúpur á lambinu og eldunin alveg upp á 10
Virkilega mjúk og góð panna cotta og ísinn náði yfir alla bragðpallettuna
Það er alltaf gaman að koma á Grillmarkaðinn og þannig var það líka í þetta skiptið. Glaðir gengum við út á næsta stað.
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Nemendur & nemakeppni16 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast