Vertu memm

Bocuse d´Or

VOX tekur þátt í Bocuse D´Or

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2007 - Friðgeir Ingi Eiríksson

Bocuse d´Or 2007 bæklingur

Bocuse d´Or matreiðslukeppnin er haldin annað hvert ár í Lyon í Frakklandi. Í ár verður það Friðgeir Ingi Eiríksson sem keppir fyrir Íslands hönd.

Í fréttatilkynningu segir að Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í keppninni síðan 1999 þó keppnin sjálf hafi verið haldin síðan 1987 og náð ágætum árangri, þó enginn jafngóðum og Hákon Már Örvarsson fyrrum yfirmatreiðslumaður á VOX þegar hann vann til bronsverðlauna árið 2001. Oft er þessi keppni kölluð heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og því ljóst að til mikils er að vinna.

Í tilefni af því að Friðgeir Ingi er að fara út með fríðu föruneyti hefur VOX í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara ákveðið að hafa Bocuse D´Or kvöld þann 19. janúar. Þar munu matreiðslumenn setja saman 3ja rétta matseðil úr því hráefni sem keppendum í Bocuse d´Or keppninni er gert að nota. Þ.e.a.s smálúðu, krabba og kjúklingi.

Veislan hefst kl 19:30 með kampavíni í boði Globus og síðan láta matreiðslumenn VOX gamminn geysa.

Verði verður stillt í hóf og kosta herlegheitin einungis 9.500.- á mann með sérvöldu víni með hverjum rétti. Rétt er að taka fram að það er takmarkað sætaframboð og þess vegna betra að hafa hraðar hendur við að panta borð í síma 444 5050.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið