Bocuse d´Or
VOX tekur þátt í Bocuse D´Or
Bocuse d´Or matreiðslukeppnin er haldin annað hvert ár í Lyon í Frakklandi. Í ár verður það Friðgeir Ingi Eiríksson sem keppir fyrir Íslands hönd.
Í fréttatilkynningu segir að Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í keppninni síðan 1999 þó keppnin sjálf hafi verið haldin síðan 1987 og náð ágætum árangri, þó enginn jafngóðum og Hákon Már Örvarsson fyrrum yfirmatreiðslumaður á VOX þegar hann vann til bronsverðlauna árið 2001. Oft er þessi keppni kölluð heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og því ljóst að til mikils er að vinna.
Í tilefni af því að Friðgeir Ingi er að fara út með fríðu föruneyti hefur VOX í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara ákveðið að hafa Bocuse D´Or kvöld þann 19. janúar. Þar munu matreiðslumenn setja saman 3ja rétta matseðil úr því hráefni sem keppendum í Bocuse d´Or keppninni er gert að nota. Þ.e.a.s smálúðu, krabba og kjúklingi.
Veislan hefst kl 19:30 með kampavíni í boði Globus og síðan láta matreiðslumenn VOX gamminn geysa.
Verði verður stillt í hóf og kosta herlegheitin einungis 9.500.- á mann með sérvöldu víni með hverjum rétti. Rétt er að taka fram að það er takmarkað sætaframboð og þess vegna betra að hafa hraðar hendur við að panta borð í síma 444 5050.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati