Vertu memm

Freisting

Vox gefur út geisladisk

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Vox sem er staðsettur á Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut er nú að breiða út vængi sína og hefur gefið út geisladiskinn Musical Memories.

Vox er af mörgum talinn eitt fremsta veitingahús Reykjavíkur en þar matreiðir draumalið matreiðslumanna og þjóna norrænan mat og drykk af  mikilli natni og nautn. Til að fullkomna máltíðirnar sem eru framreiddar á Vox hefur nú verið gefinn út geisladiskurinn Musical Memories.

Musical Memories er uppfullur af dásamlegri rólyndistónlist sem tilvalið er að hlusta á fyrir matinn, með matnum, eftir matinn og í bílnum á leiðinni heim. Tónlistin er samantekin af þeim Margeiri og Kasper Björke sem báðir eru valinkunnir plötusnúðar og tónlistarmenn. Þeir vita nákvæmlega hvað er að gerast í kringum okkur og söfnuðu saman lögum frá einvalaliði norrænnar elektróútgáfu sem margir hverjir voru að spila á Airvaweshátíðinni fyrir stuttu. Fyrir utan íslensku listamennina (GusGus, Sigga Ármann o.fl.) koma flestir frá Danmörku (Trentemöller, Lulu Rouge o.fl.) en einnig frá Noregi (Lindström), Frakklandi/Ísrael (Lady í Lady and Bird) og Svíþjóð (The Knife). 

Musical Memories verður til sölu á Vox, Hilton Reykjavík Nordica og í öllum betri hljómplötuverslunum.

Fréttatilkynning

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið