Freisting
Vox gefur út geisladisk
Veitingastaðurinn Vox sem er staðsettur á Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut er nú að breiða út vængi sína og hefur gefið út geisladiskinn Musical Memories.
Vox er af mörgum talinn eitt fremsta veitingahús Reykjavíkur en þar matreiðir draumalið matreiðslumanna og þjóna norrænan mat og drykk af mikilli natni og nautn. Til að fullkomna máltíðirnar sem eru framreiddar á Vox hefur nú verið gefinn út geisladiskurinn Musical Memories.
Musical Memories er uppfullur af dásamlegri rólyndistónlist sem tilvalið er að hlusta á fyrir matinn, með matnum, eftir matinn og í bílnum á leiðinni heim. Tónlistin er samantekin af þeim Margeiri og Kasper Björke sem báðir eru valinkunnir plötusnúðar og tónlistarmenn. Þeir vita nákvæmlega hvað er að gerast í kringum okkur og söfnuðu saman lögum frá einvalaliði norrænnar elektróútgáfu sem margir hverjir voru að spila á Airvaweshátíðinni fyrir stuttu. Fyrir utan íslensku listamennina (GusGus, Sigga Ármann o.fl.) koma flestir frá Danmörku (Trentemöller, Lulu Rouge o.fl.) en einnig frá Noregi (Lindström), Frakklandi/Ísrael (Lady í Lady and Bird) og Svíþjóð (The Knife).
Musical Memories verður til sölu á Vox, Hilton Reykjavík Nordica og í öllum betri hljómplötuverslunum.
Fréttatilkynning
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni21 klukkustund síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025