Freisting
Vonbrigði með ræðu ráðherra
Við lestur þessa ávarpa sem ráðherra flutti við opnun myndlistar-hátíðar í Köln, er að mínu mati hneyksli að engin íslenskur listamaður er nefndur á nafn. Það á að vera stolt hvers ráðherra á erlendri grundu að nefna alla þá íslensku listamenn með fullu nafni við slíkar athafnir og hefja nöfn þeirra til vegs og virðingar og íslensku þjóðinni til sóma. Annars er öll fyrirhöfnin sem vindhögg eitt og með öllu tilhæfulaust hjal. Ég vona að stolt fyrirmanna þjóðarinnar verði meir í framtíðinni en vitnisburður þeirra ber með sér í þeim ræðum sem neðangreindar ræður bera með sér.
Það á að halda íslenskri menningu á háhesti og ekkert minna. Þetta skrifa ég hér staddur í Basel í Sviss, þar sem ég er að fylgja Landsliði Klúbbs matreiðslumeistara í keppni þar sem aðeins tíu bestu liðum í heiminum er boðin þátttaka, en eins og flestum er kunnugt er íslenska landsliðið í matreiðslu í níunda sæti á heimsstyrktarlista og kannski tekst þeim að slá einhverjum öðrum liðum þar ref fyrir rass.
Íslensk menning og íslenskur matur ásamt öllu því yndislega og náttúrulega sem vort ylhýra land hefur upp á að bjóða á að vera okkar þjóðar stolt og til vegsauka fyrir allri íslenskri menningu, til hvata fyrir erlenda ferðamenn og þeirri atvinnustarfssemi sem að þeim lýtur.
Með bestu kveðjum, Jón Svavarsson stoltur Íslendingur staddur í Sviss
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] Utanríkisráðherra opnar íslenska listahátíð í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, opnaði listahátíðina „Islandbilder“ í Köln með ávarpi í gær.
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2880
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] Íslandskynning í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
::: Íslandskynning í Köln :::
Ávarp Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, við opnun listahátíðarinnar „Islandbilder“ í Köln.
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurGHH/nr/2881
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
::: 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln :::
Hátíðarræða Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln (á þýsku).
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurGHH/nr/2882
Greint frá á heimasíðu KM
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum





