Freisting
Völundur Snær valinn besti kokkur Grand Bahama
Íslenski meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson heldur áfram að gera garðinn frægan á erlendri grundu.
Nýjasta skrautfjöðurin í hattinn var þegar hann var í gær valinn besti matreiðslumaður eyjunnar Grand Bahama, sem er ein stærsta eyjan í Bahama-eyjaklasanum auk þess sem veitingastaður hans, Sabor, var valinn besti veitingastaður eyjunnar.
Í fréttatilkynningunni kemur fram að verðlaunin eru mikill heiður fyrir Völund og ekki síst fyrir veitingastaðinn Sabor sem hefur einungis verið opinn síðan í mars.
Var samkeppninn hörð sem endranær og fjöldi matreiðslumeistara og veitingastaða um hituna en Völundur Snær hefur á undanförnum árum skapað sér orðspor sem einn færasti og frumlegasti kokkur Karíbahafsins.
Völundur á og rekur þessa stundina veitingastaðinn Sabor en í lok janúar opnar næsti staður sem hlotið hefur nafnið Oceano. Er hann staðsettur á ströndinni og verður bæði háklassa veitingastaður og strandklúbbur í senn. Einstök staðsetning býður uppá ótal möguleika auk þess sem húsnæðið hýsti áður einn sögurfrægasta stað eyjunnar. Mun staðurinn taka yfir 300 manns í sæti og sólbekki.
Verður staðurinn einn sá stærsti sem Íslendingur hefur opnað á erlendri grund.
Heimasíða Sabor: www.sabor-bahamas.com
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan