Vertu memm

Freisting

Völundur Snær valinn besti kokkur Grand Bahama

Birting:

þann

Íslenski meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson heldur áfram að gera garðinn frægan á erlendri grundu.

Nýjasta skrautfjöðurin í hattinn var þegar hann var í gær valinn besti matreiðslumaður eyjunnar Grand Bahama, sem er ein stærsta eyjan í Bahama-eyjaklasanum auk þess sem veitingastaður hans, Sabor, var valinn besti veitingastaður eyjunnar.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að verðlaunin eru mikill heiður fyrir Völund og ekki síst fyrir veitingastaðinn Sabor sem hefur einungis verið opinn síðan í mars.

Var samkeppninn hörð sem endranær og fjöldi matreiðslumeistara og veitingastaða um hituna en Völundur Snær hefur á undanförnum árum skapað sér orðspor sem einn færasti og frumlegasti kokkur Karíbahafsins.

Völundur á og rekur þessa stundina veitingastaðinn Sabor en í lok janúar opnar næsti staður sem hlotið hefur nafnið Oceano. Er hann staðsettur á ströndinni og verður bæði háklassa veitingastaður og strandklúbbur í senn. Einstök staðsetning býður uppá ótal möguleika auk þess sem húsnæðið hýsti áður einn sögurfrægasta stað eyjunnar. Mun staðurinn taka yfir 300 manns í sæti og sólbekki.

Verður staðurinn einn sá stærsti sem Íslendingur hefur opnað á erlendri grund.

Auglýsingapláss

Heimasíða Sabor: www.sabor-bahamas.com

 

 

 

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið