Uncategorized
Viskíflaska á 3,3 milljónir króna
|
|
Flaska af 81 árs gömlu skosku viskíi var seld á 54 þúsund dali, rúmar 3,3 milljónir króna á áfengisuppboði hjá Christie’s í gær í New York. Er uppboðið hið fyrsta frá því fyrir árið 1920 er bann var lagt við sölu áfengis í Bandaríkjunum.
Ekki er vitað hver það er sem keypti flöskuna en alls seldist áfengi fyrir 304,8 þúsund dali. Meðal þess sem seldist á uppboðinu voru 729 flöskur af viskíi sem seldar voru saman á 102 þúsund dali.
Viskíið dýra var eimað hjá Macallan í Skotlandi árið 1926, sett á flösku árið 1986 og umhellt í aðra flösku árið 2002.
Bann var lagt við uppboðum á áfengi þegar bann var lagt við sölu á áfengi í Bandaríkjunum á árunum 1920-1933 en New York ríki heimilaði uppboðin ekki á ný fyrr en á síðasta ári.
Smellið hér til að horfa á myndskeið frá uppboðinu ofl.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






