Uncategorized
Viskíflaska á 3,3 milljónir króna
|
Flaska af 81 árs gömlu skosku viskíi var seld á 54 þúsund dali, rúmar 3,3 milljónir króna á áfengisuppboði hjá Christie’s í gær í New York. Er uppboðið hið fyrsta frá því fyrir árið 1920 er bann var lagt við sölu áfengis í Bandaríkjunum.
Ekki er vitað hver það er sem keypti flöskuna en alls seldist áfengi fyrir 304,8 þúsund dali. Meðal þess sem seldist á uppboðinu voru 729 flöskur af viskíi sem seldar voru saman á 102 þúsund dali.
Viskíið dýra var eimað hjá Macallan í Skotlandi árið 1926, sett á flösku árið 1986 og umhellt í aðra flösku árið 2002.
Bann var lagt við uppboðum á áfengi þegar bann var lagt við sölu á áfengi í Bandaríkjunum á árunum 1920-1933 en New York ríki heimilaði uppboðin ekki á ný fyrr en á síðasta ári.
Smellið hér til að horfa á myndskeið frá uppboðinu ofl.
Greint frá á Mbl.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk