Freisting
Virk matvæli úr nýju sjávarfangi
Við teljum að fundin verði ný lífvirk efni í fiski og öðrum sjávarafurðum. Þegar það gerist, mun matvælaiðnaðurinn taka við og þróa nýjar neysluvörur sem nýtast munu í baráttunni gegn lífsstílssjúkdómum, byggt á rannsóknum á sjávarafurðum, segir Rolf Kristian Berge, prófessor við háskólann í Bergen (UiB).
Berge er framkvæmdastjóri nýs öndvegisseturs um rannsóknir á matvælum og heilsu. Fyrirtækin Biovitrum í Svíþjóð og Zora Biosciences í Finnlandi eru samstarfsaðilar setursins.
Nýja norræna rannsóknasetrið um lífvirk efni í sjávarafurðum og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn lífsstílssjúkdómum (MitoHealth) mun rannsaka hvernig matur unnin úr sjávarafurðum getur komið í veg fyrir nútíma lífsstílssjúkdóma. Mikil áhersla verður lögð á að rannsaka prótein í sjávarafurðum. Reiknað er með að í sjávarlífverum geti verið virk efni sem geti stuðlað að bættri starfsemi frumuhvatbera..
Í verkefninu verður leitast við að nýta niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir neytendur. Meðal annars er stefnt að því að þróa svokölluð virk matvæli fyrir norrænan markað. Mat sem hefur það fram yfir venjulegan mat að hafa áhrif á heilbrigði fólks auk þess að vera næringarríkur.
MitoHealth er eitt af þremur rannsóknasetrum um mat, heilsu og næringarrannsóknir sem er tilnefnt sem öndvegissetur með fimm ára rannsóknastyrk frá NordForsk. Nýrri áætlun NordForsk NCoE Food, Nutriotion & Health var ýtt úr vör á ráðstefnu sem haldin var á Voksenåsen í Ósló í júní 2007.
Heimild: NN – norden.org
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala