Uncategorized
Vínuppboð til styrktar forvarnarstarfi alnæmissamtakanna
Miðvikudaginn 29. nóvember kl:19:30 verður haldið vínuppboð til styrktar forvarnarstarfi alnæmissamtakanna í Þjóðmenningarhúsinu Hverfigötu 15.
Af hverju að halda vínuppboð fyrir Alnæmissamtökin?
Þau standa fyrir fyrirlestrum og fræðslu í níundu og tíundu bekkjum allra grunnskóla landsins.
Þetta er í þriðja skipti sem Ingi Rafn Hauksson þjónn með meiru, fer ásamt fleiri aðilum til þess að fræða unga fólkið um alnæmi og afleiðingar þess og hvernig er hægt að forðast smitun. Þó að þeir fái bensín og matar styrk á meðan þau eru að ferðast um allt land er þetta ágætis fólk að taka launalaust leyfi úr vinnunni og er sem sagt að fórna laununum sínum til þess að fræða börnin okkar!
Það er komin tími til að þau sem eru svo hugrökk og óeigingjörn fái smá athygli og styrk fyrir vinnu sína.
Vegna góðs stuðnings nokkurra umboðsaðila, höfum við safnað saman ansi mörgum hágæða vínum fyrir uppboðið. Komdu og gerðu góð kaup og styrktu gott málefni á sama tíma.
20. nóvember verður birt á www.smakkarinn.is listi yfir hvaða vín verða í boði.
Verið öll velkomin/n og vonandi mæta sem flestir!
Nánar um vínuppboðið á heimasíðu Smakkarinn.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi