Freisting
Vinsælu veitingahúsi í New York lokað vegna nagdýra
Eftirrétturinn „Frrrozen Haute Chocolate“
Heilbrigðisyfirvöld í New York lokuðu í gær vinsælum veitingastað þar í borg, Serendipity-3, eftir að staðurinn hafði í annað sinn á einum mánuði fengið falleinkunn í heilbrigðismálum. Eftirlitsmaður sá þar mús og músaskít, ávaxtaflugur og húsflugur og yfir eitt hundrað káta kakkalakka.
Í bæði skiptin sem yfirvöld könnuðu staðinn kom í ljós eitt og annað athugavert, meðal annars fúlnað vatn í kjallaranum.
Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda, og fólk hefur staðið í biðröðum við hann klukkustundum saman. Er staðurinn hvað frægastur fyrir viðhafnareftirrétti eins og til dæmis Frrrozen Haute Chocolate, sem kostar litla 25.000 dollara. Í honum er fyrsta flokks kakó, ætt gull og truffla. Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að þetta sé dýrasti eftirréttur í heimi.
Staðurinn hefur einnig boðið upp á ísrétt sem kostar þúsund dollara og þarf að panta með tveggja sólarhringa fyrirvara, en frá þessu greinir Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var