Markaðurinn
Vinsælu hátíðarútgáfurnar frá Nóa Síríus komnar í verslanir
Nú eru girnilegu hátíðarvörurnar frá Nóa Síríus komnar í verslanir. Um er að ræða 3 tegundir af ljúffengu Síríus rjómasúkkulaði: Með brakandi Bismark brjóstsykri, með appelsínubragði og sætu karamellukurli og svo súkkulaðistykkið með piparkökunum sem nú þegar er orðið klassískt.
„Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir því að hátíðarvörurnar komi á markað enda er þetta orðin ein af þeim hefðum sem okkur þykir hvað skemmtilegust,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það er mikill metnaður lagður í framleiðsluna og sem dæmi þá eru piparkökurnar sérbakaðar, enda þarf áferðin að vera rétt auk þess sem kryddblandan þarf að parast við súkkulaðibragðið,“
bætir Alda við. Aðspurð segir hún að spenntir viðskiptavinir fari að hafa samband strax snemma á haustin til að kanna hvenær hátíðarvörurnar komi í verslanir.
„Það er til dæmis orðinn árlegur viðburður hjá mörgum saumaklúbbum að hafa sérstakt kvöld þar sem meðlimir gæða sér á hátíðarvörunum og heitu súkkulaði.“
Hátíðarvörurnar frá Nóa Síríus hafa á undanförnum árum unnið sér inn sérstakan sess hjá þjóðinni. Fyrsta varan í þessum fríða hópi, Rjómasúkkulaði með piparkökum, kom á markað fyrir jólin 2013 og Rjómasúkkulaði með Bismarkmolum leit dagsins ljós fyrir fjórum árum. Nýjasta viðbótin, Rjómasúkkulaði með appelsínubragði og karamellukurli, kom svo á markað í fyrra og vakti strax stormandi lukku. Hvort sem jólin í ár verða rauð eða hvít þá er ljóst að þau verða að minnsta kosti sæt.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý