Vertu memm

Uncategorized @is

Vínframleiðendur græða á Brexit

Birting:

þann

Vínber - Vínekra

Vínframleiðendur í Bretlandi segja að Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, hafi komið þeim vel. Með veiku pundi er auðveldara að flytja vínið út og eru fleiri sem vilja kaupa það.

Að sögn Frazer Thompson, framkvæmdastjóra vínekrunnar Chapel Down, sem er í Kent, hefur fall pundsins komið þeim vel þegar það kemur að útflutningi.

Sjá einnig: English winemakers raise a glass to Brexit

Sala vínekrunnar hefur aukist um 30% milli ára og verð á hlutabréfum þeirra tvöfaldast á þessu ári. Til að mæta aukinni eftirspurn er Chapel Down að stækka við sig, um tæpa hundrað ekrur.

Vídeó:

Thompson bendir þó á að Brexit kemur ekki öllum vel og nefnir að starfsfólk muni eflaust í minna mæli koma til Bretlands til að vinna eftir að þjóðin gengur úr Evrópusambandinu.

Hann hefur þó ekki áhyggjur af slæmu viðskiptasambandi við Evrópusambandslönd. Helstu viðskiptavinir Chapel Down eru í Asíu og Bandaríkjunum.

Það var mbl.is sem vakti athygli á fréttinni frá CNN.

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar