Uncategorized @is
Vínframleiðendur græða á Brexit
Vínframleiðendur í Bretlandi segja að Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, hafi komið þeim vel. Með veiku pundi er auðveldara að flytja vínið út og eru fleiri sem vilja kaupa það.
Að sögn Frazer Thompson, framkvæmdastjóra vínekrunnar Chapel Down, sem er í Kent, hefur fall pundsins komið þeim vel þegar það kemur að útflutningi.
Sjá einnig: English winemakers raise a glass to Brexit
Sala vínekrunnar hefur aukist um 30% milli ára og verð á hlutabréfum þeirra tvöfaldast á þessu ári. Til að mæta aukinni eftirspurn er Chapel Down að stækka við sig, um tæpa hundrað ekrur.
Vídeó:
Thompson bendir þó á að Brexit kemur ekki öllum vel og nefnir að starfsfólk muni eflaust í minna mæli koma til Bretlands til að vinna eftir að þjóðin gengur úr Evrópusambandinu.
Hann hefur þó ekki áhyggjur af slæmu viðskiptasambandi við Evrópusambandslönd. Helstu viðskiptavinir Chapel Down eru í Asíu og Bandaríkjunum.
Það var mbl.is sem vakti athygli á fréttinni frá CNN.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






