Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vínardagur í Reykjavík

Birting:

þann

"...við vorum í sætum F9 og F8 og höfðum alveg fanta útsýni á sviðið"

„…við vorum í sætum F9 og F8 og höfðum alveg fanta útsýni á sviðið“

Það var laugardaginn 11. janúar sem við félagarnir fórum á Vínartónleika í Eldborgarsalnum í Hörpunni. Tónleikarnir byrjuðu klukkan 16:00 og við vorum í sætum F9 og F8 og höfðum alveg fanta útsýni á sviðið.

vinar_storStjórnandi þennan dag var Peter Guth, en hann er talinn einn fremsti flytjandi og stjórnandi á tónlist Strauss feðga, það er að segja Vínartónlist. Og einsöngvarar voru Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson bæði með áralanga reynslu í söng.

Einnig voru tvö pör sem dönsuðu vínarvalsa undir tónum hljómsveitarinnar þannig að maður fékk dans, söng, músík frá Vín beint í æð og var virkilega gaman á þessum tónleikum.

Svo þegar þeim var lokið var maður orðin svangur , hafði ég nefnt við hörpu menn hvort ekki væri sniðugt að bjóða upp á „schnitzel“ og „afpelstrudel“ í tengslum við tónleikana en þeir voru 3 og um 1600 manns á hverjum þeirra, en ekkert heyrðist frá þeim og sennilega hefur það ekki verið nógu fínt fyrir húsið að bjóða upp á klassískan mat.

Þannig að ég var búinn að bóka borð hjá Brynjari á Höfninni, en það er ekki fyrir neðan hans virðingu að bjóða upp á „schnitzel“. Mættum við beint til hans og fengum okkur sæti og skoðuðum matseðilinn og heyrðum útundan okkur að fleiri borð voru líka að koma af tónleikunum.

Við pöntuðum okkur í forrétt:

Rækjukokteill

Rækjukokteill

Rækjukokteill, þessi gamli góði með alvöru úthafsrækjum, salati, sítrónu, tómat og þúsund eyja sósu

Og þvílíkt sælgæti, engar helvítis marineringar, bara ferskt og gott rækjubragð og sósan hæfilega sterk. Eitt sem gladdi okkur var að þjónninn mælti með að við myndum kreista sítrónuna yfir og hræra aðeins í kokteilinum svo að safinn myndi blandast vel við.

Svo kom aðalrétturinn:

Vínarsnitsel

Vínarsnitsel

„Wiener Schnitzel“ Pönnusteikt grísarsneið í raspi, með ristuðum kartöflum, rauðbeðum, capers og sítrónu.

Hann var algjört æði, og staðnum til mikils sóma.

Í eftirrétt fengum við:

Eftirréttur

Eftirréttur

Epli, eplabaka með sykurbrúnuðu sítrónueggjakremi, vanilluís og fersku eplasalati

Mjög bragðgott , bragðsamsetningin harmónaði vel saman og flottur endir á góðri máltíð.

Við félagarnir vorum alveg í skýjunum hvernig okkur tókst að para saman tónlist, dans, söng og matarlist allt frá sömu borginni Vín, en það má ljóstra því upp hér að „Wiener Schnitzel“ og „eplastrudel“ eru þekktustu réttir vínarborgar-eldhússins.

Mig er farið að hlakka til, að geta endurtekið svona upplifun og þá frá öðru landi.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið