Uncategorized
Vín mánaðarins hjá Gestgjafanum – The Laughing Magpie 2003
The Laughing Magpie 2003 frá d’Arenberg sannar það að kaup góð finnast í öllum verðflokkum. Þorri velur það Vín mánaðarins OG Bestu kaupin í Gestgjafanum sem kom út í morgun og gefur því hæstu einkunn, 5 glös af 5 mögulegum. Í sömu grein fjallar hann um Woodcutters Shiraz 2004 frá Torbreck og gefur því líka glæsilega einkunn, 4 glös.
Vín mánaðarins og bestu kaupin
DArenberg The Laughing Magpie 2003 (Ástralía) – 5 glös
Einn af athyglisverðari vínframleiðendum í Suður-Ástralíu er D’Arenberg sem er með höfuðstöðvar sínar í McLaren-dalnum, suður af borginni
Í reynslusölu vínbúðanna 2000 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Torbreck Woodcutters Shiraz 2004 (Ástralía) – 4 glös
Barossa er heimavöllur shiraz-þrúgunnar í Ástralíu og þaðan koma flest bestu vínin sem brugguð eru úr þeirri þrúgu í Eyjaálfu. Þetta vín er ákaflega þétt með plómurauðan lit og angan af soðnum aðalbláberjum, ristuðu kókosmjöli, þurrkuðum ávöxtum, mintu, svörtum pipar, sveskjusultu og jörð. Sérlega skemmtilegur og athyglisverður ilmur sem heldur manni við efnið langtímum saman. Í munni er það ríflega meðalbragðmikið, mjúkt en ögn sýrulítið og helsti galli þess er að það leysist pínulítið í sundur í lokin. Bragðglefsurnar eru af þurrkuðum ávöxtum, bláberjasultu, rommrúsínum, mintu, appelsínuberki, sætum lakkrís og pipar. Þetta er bragðmikið og stórt shiraz-vín eins og Íslendingar vilja. Hafið það með bragðmiklum kjötréttum, fínni grillmat og einstaka villibráð.
Í reynslusölu vínbúðanna 1980 kr. Góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2009.
Af heimasíðu Víns og matar.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé