Uncategorized
Vín mánaðarins hjá Gestgjafanum – The Laughing Magpie 2003

The Laughing Magpie 2003 frá d’Arenberg sannar það að kaup góð finnast í öllum verðflokkum. Þorri velur það Vín mánaðarins OG Bestu kaupin í Gestgjafanum sem kom út í morgun og gefur því hæstu einkunn, 5 glös af 5 mögulegum. Í sömu grein fjallar hann um Woodcutters Shiraz 2004 frá Torbreck og gefur því líka glæsilega einkunn, 4 glös.
Vín mánaðarins og bestu kaupin
DArenberg The Laughing Magpie 2003 (Ástralía) – 5 glös
Einn af athyglisverðari vínframleiðendum í Suður-Ástralíu er D’Arenberg sem er með höfuðstöðvar sínar í McLaren-dalnum, suður af borginni
Í reynslusölu vínbúðanna 2000 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Torbreck Woodcutters Shiraz 2004 (Ástralía) – 4 glös
Barossa er heimavöllur shiraz-þrúgunnar í Ástralíu og þaðan koma flest bestu vínin sem brugguð eru úr þeirri þrúgu í Eyjaálfu. Þetta vín er ákaflega þétt með plómurauðan lit og angan af soðnum aðalbláberjum, ristuðu kókosmjöli, þurrkuðum ávöxtum, mintu, svörtum pipar, sveskjusultu og jörð. Sérlega skemmtilegur og athyglisverður ilmur sem heldur manni við efnið langtímum saman. Í munni er það ríflega meðalbragðmikið, mjúkt en ögn sýrulítið og helsti galli þess er að það leysist pínulítið í sundur í lokin. Bragðglefsurnar eru af þurrkuðum ávöxtum, bláberjasultu, rommrúsínum, mintu, appelsínuberki, sætum lakkrís og pipar. Þetta er bragðmikið og stórt shiraz-vín eins og Íslendingar vilja. Hafið það með bragðmiklum kjötréttum, fínni grillmat og einstaka villibráð.
Í reynslusölu vínbúðanna 1980 kr. Góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2009.
Af heimasíðu Víns og matar.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





