Uncategorized
Vín ársins 2007 að mati vínsmakkarans
Stefán Guðjónsson, vínþjónn og eigandi vefsíðunnar Smakkarinn.is hefur að undanförnu birt á vef sínum fimm bestu vín ársins 2007 að hans mati. Stefán átti í erfiðleikum við að velja eitt vín sem átti bera, enda mörg góð vín til hér á Íslandi.
Eftirfarandi er skrif Stefáns um val á Víni ársins 2007:
Eftir miklar vangaveltur um hvað skyldi vera vín ársins er ég loksins búin að ákveða það. Það voru mörg mjög góð vín sem ég smakkaði í ár, og satt að segja átti ég erfitt með að velja eitt vín sem vín ársins. Öll vínin í fimm efstu sætunum verðskulduðu að vera vín ársins en ég gat bara valið eitt.
En hvað þarf til að vera vín ársins? Fyrst og fremst þarf vínið að vera í góðu jafnvægi, tilbúið að drekka núna en samt þarf að vera hægt að geyma það í að minnsta kosti 4 ár í viðbót. Að sjálfsögðu þarf vínið að vera peninganna virði, hvort sem það kostar 1.500 kr., 3.000 kr. eða jafnvel 10.000 kr. þarf manni að líða eins og þetta vín sé hverrar einustu krónu virði. En umfram allt verður vínið að vera ógleymanlegt, líka þannig að því oftar sem það er smakkað því meira hugsar maður um gæði vínsins. Vín ársins hefur þessi einkenni og ég óska Domaine Louis Latour Chateau Corton Grancey Grand Cru 2003 til hamingju!
Hér fyrir neðan er smá lýsing af víninu.
-
Domaine Louis Latour Chateau Corton Grancey Grand Cru 2003
-
Burgúndí, Frakkland
-
Vínþrúga: Pinot Noir
-
Verð: 5.520 kr.
-
Umboðsaðili: Mekka ehf.
Lýsing:
Pipar og kanill í nefinu. Tannínríkt vín með jarðaberjum, pipar, villisveppum og negul í bragðinu. Eftirbragðið er langt og tannínríkt.
Heimasíða: Smakkarinn.is
Heimasíða: Mekka
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var