Vertu memm

Uncategorized

Vín ársins 2007 að mati vínsmakkarans

Birting:

þann

Stefán Guðjónsson, vínþjónn og eigandi vefsíðunnar Smakkarinn.is hefur að undanförnu birt á vef sínum fimm bestu vín ársins 2007 að hans mati.  Stefán átti í erfiðleikum við að velja eitt vín sem átti bera, enda mörg góð vín til hér á Íslandi.

Eftirfarandi er skrif Stefáns um val á Víni ársins 2007:

Eftir miklar vangaveltur um hvað skyldi vera vín ársins er ég loksins búin að ákveða það. Það voru mörg mjög góð vín sem ég smakkaði í ár, og satt að segja átti ég erfitt með að velja eitt vín sem vín ársins. Öll vínin í fimm efstu sætunum verðskulduðu að vera vín ársins en ég gat bara valið eitt.

En hvað þarf til að vera vín ársins? Fyrst og fremst þarf vínið að vera í góðu jafnvægi, tilbúið að drekka núna en samt þarf að vera hægt að geyma það í að minnsta kosti 4 ár í viðbót. Að sjálfsögðu þarf vínið að vera peninganna virði, hvort sem það kostar 1.500 kr., 3.000 kr. eða jafnvel 10.000 kr. þarf manni að líða eins og þetta vín sé hverrar einustu krónu virði. En umfram allt verður vínið að vera ógleymanlegt, líka þannig að því oftar sem það er smakkað því meira hugsar maður um gæði vínsins. Vín ársins hefur þessi einkenni og ég óska Domaine Louis Latour Chateau Corton Grancey Grand Cru 2003  til hamingju!

Hér fyrir neðan er smá lýsing af víninu. 

  • Domaine Louis Latour Chateau Corton Grancey Grand Cru 2003
  • Burgúndí, Frakkland
  • Vínþrúga: Pinot Noir
  • Verð: 5.520 kr.
  • Umboðsaðili: Mekka ehf.

Lýsing:
Pipar og kanill í nefinu. Tannínríkt vín með jarðaberjum, pipar, villisveppum og negul í bragðinu. Eftirbragðið er langt og tannínríkt.

Heimasíða: Smakkarinn.is

Heimasíða: Mekka

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið