Frétt
Viltu vita hvað er Hæglætisstefna? Þá er tækifærið núna….
Slow Food Reykjavík býður til stafrænnar málstofa um Cittaslow, stefnu og reynslu.
Frummælendur eru:
- Páll Líndal, Dr. í umhverfissálfræði.
- Greta Mjöll Samúelsdóttir og Gauti Jóhannesson, íbúar á Djúpavogi, fyrsta CittáSlow byggðarlag á Íslandi.
- Ingólfur Sigfússon hverfisstjóri í Hrísey, sem er í umsóknarferli um CittáSlow.
- Pål Drönen og Hans Petter Thorbjornsen frá Ulvik sem er CittáSlow bær í Hardanger í Noregi.
Cittáslow, hefur stundum verið þýtt sem Hæglætisstefna. Þá eru byggðarlög hvött til að vera sjálfbærari, grænni í hugsun, hlúa að íbúum og gestum með góðu aðgengi að óspilltri náttúru, listum og menningu staðarins að ógleymdum staðbundnum matarupplifunum.
Cittá Slow er afsprengi Slow food hugsunarinnar og því efnir Slow Food Reykjavík til þessa málþings á netinu. Frummælendur hafa mikla þekkingu á efninu.
Fundurinn fer fram á íslensku og verður streymt á fésbókarsíðu Slow Food í Reykjavík, miðvikudaginn 24. febrúar 2021 frá kl. 16:00 til 17:30.
Áhorfendur geta sett inn spurningar við streymið sjálft eða sent póst á [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla