Frétt
Viltu vita hvað er Hæglætisstefna? Þá er tækifærið núna….
Slow Food Reykjavík býður til stafrænnar málstofa um Cittaslow, stefnu og reynslu.
Frummælendur eru:
- Páll Líndal, Dr. í umhverfissálfræði.
- Greta Mjöll Samúelsdóttir og Gauti Jóhannesson, íbúar á Djúpavogi, fyrsta CittáSlow byggðarlag á Íslandi.
- Ingólfur Sigfússon hverfisstjóri í Hrísey, sem er í umsóknarferli um CittáSlow.
- Pål Drönen og Hans Petter Thorbjornsen frá Ulvik sem er CittáSlow bær í Hardanger í Noregi.
Cittáslow, hefur stundum verið þýtt sem Hæglætisstefna. Þá eru byggðarlög hvött til að vera sjálfbærari, grænni í hugsun, hlúa að íbúum og gestum með góðu aðgengi að óspilltri náttúru, listum og menningu staðarins að ógleymdum staðbundnum matarupplifunum.
Cittá Slow er afsprengi Slow food hugsunarinnar og því efnir Slow Food Reykjavík til þessa málþings á netinu. Frummælendur hafa mikla þekkingu á efninu.
Fundurinn fer fram á íslensku og verður streymt á fésbókarsíðu Slow Food í Reykjavík, miðvikudaginn 24. febrúar 2021 frá kl. 16:00 til 17:30.
Áhorfendur geta sett inn spurningar við streymið sjálft eða sent póst á [email protected].
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun45 minutes síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt