Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viltu borða minna kjöt?
Lemon er með í boði nýja vegansamloku og rauðrófudjús í janúar, Fyrir eru allir djúsarnir þeirra að sjálfsögðu vegan og próteindrykkurinn Power Plant sem Telma Matthíasdóttir gerði og hann hefur heldur betur slegið í gegn. Hinar sívænsælu partýkúlur Tobbu eru vegan og eru ómissandi með kaffibollanum.
„Við erum að prófa okkur áfram með nýja vegansamloku og fengum Ellu Stínu, sem er að útbúa og selja í verslunum frábærar veganvörur, til að koma og smakka hjá okkur Vegas, samlokuna sem við bjóðum upp á í janúar.
Vörurnar hennar eru mjög góðar og maður þarf ekkert að vera vegan til að elska vörurnar þær. Ella Stína var ánægð með samlokuna og því ákváðum við að prófa að bjóða upp á hana í janúar“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
„Ég hef alltaf elskað að koma við á Lemon og hef verið nánast daglegur gestur hjá hjá þeim núna síðustu vikur. Þegar mikið er að gera eins og hefur verið hjá mér þá er frábært að geta komið við á Lemon og gripið með sér samloku og djús. Þannig held ég orku og góðu jafnvægi“
segir Ella Stína.
„Djúsinn sem við bættum við í janúar heitir Beetlejuice og er unninn í samvinnu við Hildi Ómarsdóttur sem heldur úti síðunni hilduromars.is. Hildur hefur ástríðu fyrir góðum mat og er vegan. „Hún hefur drukkið þennan safa í mörg ár og hann hefur verið mjög vinsæll á síðunni hennar. Hann er járnríkur og mjög hollur“
Segir Unnur Guðríður.
Að sögn Hildar hóf hún samstarf við Lemon nú nýlega, þar sem hún elskar safana hjá þeim og sérstaklega nýju safapakkana Detoxpakka Tobbu og selleríhreinsun Tobbu. Þeir hafa komið henni sérstaklega vel þegar hún vill spara tíma og auðvelda sér lífið, en djús er hluti af hennar daglegu rútínu.
Mælum með að prófa vegan – Lemon gerir okkur það aðeins auðveldara núna í janúar. Á Lemon er sérstakur vegan matseðill í boði í janúar. Það ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er vegan eða grænmetisfæði.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís








