Vertu memm

Veitingarýni

Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni

Birting:

þann

Hamborgarafabrikkan - Villigæsaborgari

Hamborgarafabrikkan HeiðarÞeir kalla hann Heiðar og er þetta 4 árið sem þeir bjóða upp á hann, ég smakkaði hann fyrst 2012 eins og þið getið lesið með því að smella hér og lék mér forvitni á hvort eitthvað hefði breyst.

Svo einn daginn skellti ég mér þar inn og pantaði Heiðar og bað um að fá gráðostasósu með, minnugur þess fyrir 2 árum er ég fékk tómatsósu með.

Svo kom borgarinn á borðið og það fyrsta sem ég tók eftir var að framsetningin á honum var nánast eins og fyrir 2 árum og tel ég það merki um að stöðugleiki í eldhúsinu sé í góðu jafnvægi.

Hamborgarinn var mjög góður á bragðið og maður fann fyrir fínu kjöti, sætu perunni, bláberjasultunni, rjómaostinum og fabrikkusósunni og gráðostasósan upp á móti sætu kartöflunum. Allt small þetta vel saman, eina sem mér fannst ofaukið var fabrikkusósan og myndi ég mæla með að sleppa henni, en í staðinn myndu þeir fabrikkubræður hafa samband við Úlfar Finnbjörnsson villibráðar sérfræðing og fá hann til að búa til kalda villibráðarsósu, sem hægt væri að setja á borgarann til að magna upp villibragðið, sem er eiginlega það sem vantar til að gera þennan rétt sannarlega villibráðarskyndibiti.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið