Veitingarýni
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Þeir kalla hann Heiðar og er þetta 4 árið sem þeir bjóða upp á hann, ég smakkaði hann fyrst 2012 eins og þið getið lesið með því að smella hér og lék mér forvitni á hvort eitthvað hefði breyst.
Svo einn daginn skellti ég mér þar inn og pantaði Heiðar og bað um að fá gráðostasósu með, minnugur þess fyrir 2 árum er ég fékk tómatsósu með.
Svo kom borgarinn á borðið og það fyrsta sem ég tók eftir var að framsetningin á honum var nánast eins og fyrir 2 árum og tel ég það merki um að stöðugleiki í eldhúsinu sé í góðu jafnvægi.
Hamborgarinn var mjög góður á bragðið og maður fann fyrir fínu kjöti, sætu perunni, bláberjasultunni, rjómaostinum og fabrikkusósunni og gráðostasósan upp á móti sætu kartöflunum. Allt small þetta vel saman, eina sem mér fannst ofaukið var fabrikkusósan og myndi ég mæla með að sleppa henni, en í staðinn myndu þeir fabrikkubræður hafa samband við Úlfar Finnbjörnsson villibráðar sérfræðing og fá hann til að búa til kalda villibráðarsósu, sem hægt væri að setja á borgarann til að magna upp villibragðið, sem er eiginlega það sem vantar til að gera þennan rétt sannarlega villibráðarskyndibiti.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur