Markaðurinn
Vill þinn vinnustaður minnka óhreinindi um 80%?
Rannsóknir sýna fram á að nærri 80% óhreininda sem berast inn koma undan skóm gangandi fólks. Gott mottukerfi getur því haldið rýmum hreinum og lækkað ræstingarkostnað verulega.
Ráðgjafar RV mæla með að nota 4,5 metra mottukerfi til að ná megninu af vætu og óhreinindum af fótgangandi umferð. Best sé að byrja á útimottu, hvort sem það sé gróf burstamotta eða gúmmímotta. Eftir 1,5 metra hefur 40% af óhreinindum og vætu hreinsast undan skónum.
Þá næst er mælt með mynstraðari mottu sem skrúbbar vel undan skóm. Eftir að hafa gengið 3,5 metra hafa motturnar dregið í sig 70% af vætunni og óhreinindum.
Í lokin mælum við með innimottu sem þurrkar vel en eftir 4,5 metra er nánast öll bleyta og óhreinindi farin undan skónum.
Rekstrarvörur bjóða upp á lausnir fyrir allar tegundir innganga, hvort sem það séu mottur í gryfjur, frístandandi mottur með kanti, merktar lógó-mottur eða grófir skóburstar fyrir mestu óhreinindin.
Í mars býður RV 20% afslátt af öllum inni- og útimottum ásamt því að vera styrktaraðili Mottumars og 1.000 krónur af hverri seldri mottu renna til Mottumars á vegum Krabbameinsfélagsins.
Nú er rétti tíminn til að endurnýja motturnar, lækka ræstingarkostnað og styrkja gott málefni í leiðinni!
Endilega hafið samband við söluráðgjafa í gegnum netfangið [email protected], í síma: 520-6666 eða komið við í verslun Rekstrarvara á Réttarhálsi 2.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa