Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilja byggja hótel við Seljalandsfoss
Fjárfestar á Selfossi vilja byggja hótel nokkru sunnan við Seljalandsfoss. Stofnað hefur verið félag utan um hótelið og hafa stofnendurnir gert bindandi kauptilboð í landsvæði nálægt fossinum. Búið er að taka tilboðinu og er verið að skipta svæðinu út úr öðrum jörðum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Valtýr Pálsson, sem er stjórnarformaður Hótel Seljalandsfoss ehf. og annar eigandi þess ásamt Bárði Guðmundarsyni, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vinni að því sem nafn þess gefur til kynna.
Við erum komnir með bindandi kauptilboð þarna í jörð sem heitir Seljalandssel og á þarna hlutdeild í fossinum og einhverju, og erum að vonast til þess að klára þau kaup núna fyrir áramót,
segir Valtýr í samtali við Viðskiptablaðið. Hann tekur þó fram að undirbúningurinn sé á algjöru frumstigi og á viðkvæmu stigi. Ekki sé farið að tala við byggingaryfirvöld. Félagið hafi meðal annars verið stofnað til þess að tryggja nafnið.
Mynd: Selma Maríudóttir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila