Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilja byggja hótel við Seljalandsfoss
Fjárfestar á Selfossi vilja byggja hótel nokkru sunnan við Seljalandsfoss. Stofnað hefur verið félag utan um hótelið og hafa stofnendurnir gert bindandi kauptilboð í landsvæði nálægt fossinum. Búið er að taka tilboðinu og er verið að skipta svæðinu út úr öðrum jörðum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Valtýr Pálsson, sem er stjórnarformaður Hótel Seljalandsfoss ehf. og annar eigandi þess ásamt Bárði Guðmundarsyni, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vinni að því sem nafn þess gefur til kynna.
Við erum komnir með bindandi kauptilboð þarna í jörð sem heitir Seljalandssel og á þarna hlutdeild í fossinum og einhverju, og erum að vonast til þess að klára þau kaup núna fyrir áramót,
segir Valtýr í samtali við Viðskiptablaðið. Hann tekur þó fram að undirbúningurinn sé á algjöru frumstigi og á viðkvæmu stigi. Ekki sé farið að tala við byggingaryfirvöld. Félagið hafi meðal annars verið stofnað til þess að tryggja nafnið.
Mynd: Selma Maríudóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






