Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilja byggja hótel við Seljalandsfoss
Fjárfestar á Selfossi vilja byggja hótel nokkru sunnan við Seljalandsfoss. Stofnað hefur verið félag utan um hótelið og hafa stofnendurnir gert bindandi kauptilboð í landsvæði nálægt fossinum. Búið er að taka tilboðinu og er verið að skipta svæðinu út úr öðrum jörðum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Valtýr Pálsson, sem er stjórnarformaður Hótel Seljalandsfoss ehf. og annar eigandi þess ásamt Bárði Guðmundarsyni, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vinni að því sem nafn þess gefur til kynna.
Við erum komnir með bindandi kauptilboð þarna í jörð sem heitir Seljalandssel og á þarna hlutdeild í fossinum og einhverju, og erum að vonast til þess að klára þau kaup núna fyrir áramót,
segir Valtýr í samtali við Viðskiptablaðið. Hann tekur þó fram að undirbúningurinn sé á algjöru frumstigi og á viðkvæmu stigi. Ekki sé farið að tala við byggingaryfirvöld. Félagið hafi meðal annars verið stofnað til þess að tryggja nafnið.
Mynd: Selma Maríudóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi