Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Vilja byggja hótel við Seljalandsfoss

Birting:

þann

Seljalandsfoss

Seljalandsfoss

Fjárfestar á Selfossi vilja byggja hótel nokkru sunnan við Seljalandsfoss. Stofnað hefur verið félag utan um hótelið og hafa stofnendurnir gert bindandi kauptilboð í landsvæði nálægt fossinum. Búið er að taka tilboðinu og er verið að skipta svæðinu út úr öðrum jörðum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Valtýr Pálsson, sem er stjórnarformaður Hótel Seljalandsfoss ehf. og annar eigandi þess ásamt Bárði Guðmundarsyni, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið vinni að því sem nafn þess gefur til kynna.

Við erum komnir með bindandi kauptilboð þarna í jörð sem heitir Seljalandssel og á þarna hlutdeild í fossinum og einhverju, og erum að vonast til þess að klára þau kaup núna fyrir áramót,

segir Valtýr í samtali við Viðskiptablaðið. Hann tekur þó fram að undirbúningurinn sé á algjöru frumstigi og á viðkvæmu stigi. Ekki sé farið að tala við byggingaryfirvöld. Félagið hafi meðal annars verið stofnað til þess að tryggja nafnið.

 

Mynd: Selma Maríudóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið