Foodexpo
Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Horfðu á fagnaðarlætin hér
Í dag fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Ísland og hreppti 1. sætið, glæsilegur árangur og til hamingju.
Keppt var í bæði Matreiðslumaður Norðurlanda (Senior chef) og í hópi yngri matreiðslumanna (Junior chef) í sömu keppni þar sem Óðinn Birgir Árnason keppti fyrir hönd Ísland. Alls voru 10 keppendur sem kepptu, en úrslit úr þessum báðum flokkum var kynnt á keppnissvæðinu í dag og eru eftirfarandi:
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
- sæti – Viktor Örn Andrésson, Ísland
- sæti – Fredrik Andersson, Svíþjóð
- sæti – Michael Pedersen, Danmörk
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Junior chef):
- sæti – Eric Seger, Svíðþjóð
- sæti – Mats Ueland, Noregur
- sæti – Anders Rytter, Danmörk
Heildarúrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 var kynnt á sameiginlegum kvöldverði nú rétt í þessu og kom úrslitin nú engum á óvart, að Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014.
Hér að neðan má horfa á myndband þegar úrslitin voru kynnt á keppnissvæðinu í Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
Til gamans má geta að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina, en Ragnar Ómarsson hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2003.
Vídeó: Þráinn Freyr Vigfússon
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó







