Foodexpo
Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Horfðu á fagnaðarlætin hér
Í dag fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Ísland og hreppti 1. sætið, glæsilegur árangur og til hamingju.
Keppt var í bæði Matreiðslumaður Norðurlanda (Senior chef) og í hópi yngri matreiðslumanna (Junior chef) í sömu keppni þar sem Óðinn Birgir Árnason keppti fyrir hönd Ísland. Alls voru 10 keppendur sem kepptu, en úrslit úr þessum báðum flokkum var kynnt á keppnissvæðinu í dag og eru eftirfarandi:
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
- sæti – Viktor Örn Andrésson, Ísland
- sæti – Fredrik Andersson, Svíþjóð
- sæti – Michael Pedersen, Danmörk
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Junior chef):
- sæti – Eric Seger, Svíðþjóð
- sæti – Mats Ueland, Noregur
- sæti – Anders Rytter, Danmörk
Heildarúrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 var kynnt á sameiginlegum kvöldverði nú rétt í þessu og kom úrslitin nú engum á óvart, að Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014.
Hér að neðan má horfa á myndband þegar úrslitin voru kynnt á keppnissvæðinu í Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
Til gamans má geta að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina, en Ragnar Ómarsson hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2003.
Vídeó: Þráinn Freyr Vigfússon
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







