Foodexpo
Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Horfðu á fagnaðarlætin hér
Í dag fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Ísland og hreppti 1. sætið, glæsilegur árangur og til hamingju.
Keppt var í bæði Matreiðslumaður Norðurlanda (Senior chef) og í hópi yngri matreiðslumanna (Junior chef) í sömu keppni þar sem Óðinn Birgir Árnason keppti fyrir hönd Ísland. Alls voru 10 keppendur sem kepptu, en úrslit úr þessum báðum flokkum var kynnt á keppnissvæðinu í dag og eru eftirfarandi:
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
- sæti – Viktor Örn Andrésson, Ísland
- sæti – Fredrik Andersson, Svíþjóð
- sæti – Michael Pedersen, Danmörk
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Junior chef):
- sæti – Eric Seger, Svíðþjóð
- sæti – Mats Ueland, Noregur
- sæti – Anders Rytter, Danmörk
Heildarúrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 var kynnt á sameiginlegum kvöldverði nú rétt í þessu og kom úrslitin nú engum á óvart, að Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014.
Hér að neðan má horfa á myndband þegar úrslitin voru kynnt á keppnissvæðinu í Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
Til gamans má geta að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina, en Ragnar Ómarsson hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2003.
Vídeó: Þráinn Freyr Vigfússon

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?