Bocuse d´Or
Viktor og félagar elda grænmetisrétt í Bocuse d’ Or
Bocuse d´Or Heimsmeistarakeppni einstaklinga tilkynnti aðalhráefnið sem keppendur elda úr þann 24-25.janúar í Lyon Frakklandi. Viktor Örn Andrésson keppir fyrir íslandshönd.
Hráefnið sem keppendur munu elda úr er 100% grænmetis réttur án eggja og mjólkurvara VEGAN. Keppendur framreiða fjórtán diska fyrir dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem grænmetis réttur er í Bocuse d´Or.
Í fréttatilkynningu segir að ásamt Vegan réttinum þurfa keppendur að matreiða hinn fræga Bresse kjúkling og skelfisk sem verður framreiddur á glæsilegu silfur fati sem kostar svipað og nýr lítill fólksbíll.
Keppendur þurfa að sameina þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat fyrir fjórtán manns. Bresse kjúklingurinn og skelfiskur var einmitt aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d´Or keppninni árið 1987.
Verður gaman að fylgjast með Viktori og hans teymi takast á við þetta verkefni. Viktor landaði eftirminnilega 5. sæti og fékk bestu fiskverðlaun í evrópu forkeppni Bocuse d´Or í maí á þessu ári.
Bocuse d´Or hinn óumdeilda heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu heldur upp á 30 ára afmælið sitt í janúar 2017.
Bocuse d´Or Academia Íslands hlakkar til að sjá sem flesta í Lyon 24-25 janúar 2017 að hvetja okkar mann áfram.
Mynd: Etienne Heimermann
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or7 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni1 dagur síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla