Keppni
Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea
Á morgun keppir Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy á Íslandi, í kokteilakeppni í Finnlandi. Víkingur þarf að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Bacardi Legacy sem haldin er í Miami í maí n.k.
Sjá einnig: Víkingur sigraði í Bacardi Legacy Íslands – Myndir
Veitingageirinn og fleiri hafa tekið eftir því að Víkingur verið duglegur að kynna drykkinn sinn „Pangea“ á staðnum sínum Jungle Cocktail Bar og tekið ófáar gestavaktirnar bæði í Reykjavík og Akureyri á síðustu 4 mánuðum.
Drykkurinn hefur ratað á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur. Víkingur er mjög þakklátur öllum þeim stuðning sem barþjónar og veitingamenn um land allt hafa sýnt honum og er Víkingur stoltur af vera partur af þessu barþjónasamfélagi sem er á Íslandi í dag.
Víkingur hefur verið duglegur að sýna frá ferðalagi sínu á instagramsíðu sinni @Pangealegacy og mun hann að sjálfsögðu sýna frá keppninni í Helsinki. Mælum við með því að adda honum.
Fyrir þá sem hafa ekki smakkað drykkinn þá mælum við með að prófa við tækifæri, annaðhvort á einhverjum af vel völdum stöðum bæjarins eða hrista heima í góðri stemmingu.
Uppskriftin á Pangea er eftirfarandi:
Hráefni
4 cl Bacardi Carta blanca
3 cl Sykur sýrop
0.7 cl Mango líkjör
1.5 cl Lime safi
5 Basil lauf mulin
Aðferð
Hrist saman í klaka og fyllt upp G.H. Mumms kampavín. Framreitt í freyðivínsglasi og skreytt með basil laufi.
Fyrir þá sem vilja styðja Víking í þessari keppni og hjálpa honum að kynna drykkinn sinn er hægt að fá kynningarefni hjá Mekka Wines & Spirits.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast