Frétt
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar
Matvælastofnun varar við neyslu á Nina Internationar muldum melónufræjum frá Ghana sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um örverumengun. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) innkallað vöruna.
Tilkynning kom í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Nina International
- Vöruheiti: Ground egusi melon seeds 227g
- Best fyrir: 01.06.2026
- Nettómagn: 227g
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Framleiðandi: Nina International, 3717 West St, Landover, MD 20785, Bandaríkin
- Framleiðsluland: Ghana
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
- Dreifing: Verslun Fiska.is
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neita hennar ekki heldur farga eða fara með hana í verslunina til að fá endurgreitt.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið