Bocuse d´Or
Viðtal: Viktor Örn Andrésson – Myndir frá Bocuse d´Or samkomunni í Fastus
Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l. Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Hinrik Örn Lárusson.
Við fengum Viktor til að svara nokkrum spurningum sem brenna á vörum mjög margra:
Hvernig var svo tilfinningin að heyra „Ísland“ þegar 3. sætið var kynnt?
Það var bara sprenging… Hjartslátturinn var kominn langt upp fyrir hættumörk í biðinni á milli þess þegar 4. sæti var lesið og að því þriðja. Maður var svona búinn að hugsa hvað maður ætti að gera þegar Ísland yrði lesið upp. Svo bara gerðist þetta svo hratt, það bara trylltist allt!
Hvenær hófst undirbúningurinn fyrir Bocuse d´Or 2017?
Má í raun segja að ég hafi byrjað andlegu hliðina í september 2015, fór að huga að efnilegum aðstoðarmönnum og þjálfara. Fór svo í um mánuð til danmörku í nóv- des að vinna smá frítt, tók tvær vikur á veitingastaðnum Studio og tvær vikur á Geranium í Kaupmannahöfn.
Tók svo jól og áramót og flutti svo inn í Fastus 3 janúar. Vorum þar fram að Bocuse Evrópu í Búdapest. Svo var gert hlé og við tók hardcore sumarvinna. Síðan fluttum við aftur niður í Fastus 19. september og vorum þar alveg fram að keppni.
Hvað voru teknar margar æfingar?
Minnir að það hafi verið 11-12 fyrir forkeppnina og svo 12 eða 13 fyrir aðal keppnina.
Voru aðstoðarmenn þínir með á öllum æfingum?
Hinrik Örn Lárusson aðstoðamaðurinn minn í búrinu og Sölvi Már Davíðsson voru með alveg frá byrjun í janúar. Rúnar Pierre Heriveaux kom svo inn með okkur á síðasta mánuðinum og fór með okkur út. Svo duttu inn á tímaæfingarnar hjá okkur auka aðstoðarfólk frá hinum og þessum stöðum í bænum, þau fengu þá að leika hlutverk aðstoðarmannsins sem við fáum skaffað úti, við vildum skipta þeim ört út svo við værum ekki með of þjálfaðann aðstoðarmann.
Mér finnst ekkert smá virðingavert og frábært hvað metnaðurinn er mikill hjá ungu nemum í dag. Mikill áhugi hjá þeim að koma og vera með.
Svo fyrir aðalkeppnina þá byrjaði sama lið, s.s. ég, Hinrik og Sölvi, svo þegar um tveir mánuðir voru í keppni þá komu Michael Pétursson og Rúnar Pierre Heriveaux inn með okkur. Sindri Guðbrandur Sigurðsson kom síðan í nokkra daga eftir að hann útskrifaðist úr skólanum.
Svo var Sigurður Helgason þjálfari með mér á flestum tímaæfingum, ásamt því að eyða mörgum stundum saman yfir þessu. Þannig að þetta er mikið af fólki sem kemur að þessu. Fleiri hundruð klukkutímar að baki.
Hvað er mikill kostnaður að taka þátt í Bocuse d´Or 2017 keppninni?
Hann er nú ekki kominn á hreint, en þetta kostar að sjálfsögðu helling af pening. Við erum með mikið af frábærum styrktaraðilum sem koma að Bocuse d´Or Akademíunni á Íslandi og það er þeim að þakka að svona getur orðið að veruleika. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðasta árið og það eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja taka þátt í þessu með okkur.
Hráefnis, aðstöðu og ferðakostnaður er svolítið óljós en ef ég ætti að skjóta út í loftið með öllu í peningalegum verðmætum þá gæti þetta verið í kringum 15 milljónir á hvora keppni fyrir utan fatið og minn persónulegan kosnað. Launin mín og aðstoðarmanna minna eru takmörkuðu síðan í janúar höfum við ekki verið í vinnu, nema í kringum 6 mánuði á síðasta ári.
Maður sér ekki eftir einni krónu, Ef maður ætlar í svona verkefni þá er það bara „All inn“ eða sleppa því.
Hvernig fjármagnar þú keppnina, þ.e.a.s. laun, hráefniskostnað, ferðakostnað osfr.?
Eins og ég sagði áður þá er það Bocuse d´Or Akademían á Íslandi sem sér um hráefnis og ferðakostnað. Fyrir mig persónulega þá fjármagnast þetta að hluta til á fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Ég veit ekki enn hvað þetta kostar, á eftir að hitta alla sem hafa komið að þessu.
Hvað er framhaldið hjá þér núna eftir Bocuse d´Or?
Núna ætlar kallinn bara að slaka á, skella mér í snjóbrettaferð með konunni. Er bara alveg slakur þessa dagana með framhaldið.
Gefur þú kost á þér í næstu Bocuse d´Or keppni?
Þetta var svo gaman að ég er næstum til í að gera þetta aftur
, sagði Viktor hress í samtali við veitingageirinn.is.
Með fylgja myndir þegar fagmenn, fjölskylda og vinir tóku á móti Viktori og Íslenska teyminu í Fastus við Síðumúla 16 þar sem allur undirbúningur fyrir keppnirnar fóru fram. Myndir eru frá fastus.is og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Fleira tengt efni hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum