Freisting
Vídeó: Alexander Berg Matreiðslumaður Norðurlanda 2009
Í dag [laugardaginn 9. maí] voru tilkynnt úrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 sem haldin var í dag á Sýningunni Ferðalög og frístundir. Það var Alexander Berg frá Noregi sem sigraði, í öðru sæti var íslenski keppandinn Þráinn Freyr Vigfússon frá Hótel Sögu og í þriðja var Daninn Allan Poulsen.
Það mátti sjá ýmis tilþrif í keppninni og vakti Allan Poulsen sérstaka athygli áhorfenda þar sem hann notaði lifandi halakörtur sem skraut á sínum diski. Ekki er fjallað sérstaklega um það í keppnisreglum hvort slík skreyting sé leyfileg eða ekki, en nokkrir frægir Michelin staðir erlendis, þ.e. Noma, El bulli og Fat Duck eru byrjaðir að hafa lifandi fiska sem skraut t.d. laxaseyði. Samkvæmt heimildum Freisting.is þá eru keppnisreglurnar í skoðun og ljóst að það þarf að endurskoða þær með tilliti til nýrra strauma í matargerð.
Fréttamenn freisting.is rétt misstu af kappanum í Laugardagshöllinni en létu það ekki á sig fá og skelltu sér á Hótel Sögu þar sem Alexander gistir og náðu stuttu viðtali við hann. Hann var í óða önn að undirbúa sig fyrir Galadinnerinn sem haldin var á Hótel Sögu, en samhliða keppnunum var stór og mikil NKF ráðstefna á Sögu og voru þar samankomnir 150 matreiðslumeistarar frá Norðurlöndunum.
Smellið hér til að horfa á vídeóið.
Myndir frá keppninni væntanlegar.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn