Freisting
Vídeó: Alexander Berg Matreiðslumaður Norðurlanda 2009
Í dag [laugardaginn 9. maí] voru tilkynnt úrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 sem haldin var í dag á Sýningunni Ferðalög og frístundir. Það var Alexander Berg frá Noregi sem sigraði, í öðru sæti var íslenski keppandinn Þráinn Freyr Vigfússon frá Hótel Sögu og í þriðja var Daninn Allan Poulsen.
Það mátti sjá ýmis tilþrif í keppninni og vakti Allan Poulsen sérstaka athygli áhorfenda þar sem hann notaði lifandi halakörtur sem skraut á sínum diski. Ekki er fjallað sérstaklega um það í keppnisreglum hvort slík skreyting sé leyfileg eða ekki, en nokkrir frægir Michelin staðir erlendis, þ.e. Noma, El bulli og Fat Duck eru byrjaðir að hafa lifandi fiska sem skraut t.d. laxaseyði. Samkvæmt heimildum Freisting.is þá eru keppnisreglurnar í skoðun og ljóst að það þarf að endurskoða þær með tilliti til nýrra strauma í matargerð.
Fréttamenn freisting.is rétt misstu af kappanum í Laugardagshöllinni en létu það ekki á sig fá og skelltu sér á Hótel Sögu þar sem Alexander gistir og náðu stuttu viðtali við hann. Hann var í óða önn að undirbúa sig fyrir Galadinnerinn sem haldin var á Hótel Sögu, en samhliða keppnunum var stór og mikil NKF ráðstefna á Sögu og voru þar samankomnir 150 matreiðslumeistarar frá Norðurlöndunum.
Smellið hér til að horfa á vídeóið.
Myndir frá keppninni væntanlegar.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur