Markaðurinn
„Við erum ekki á matseðlinum“ – Starfsfólk í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum halda áfram herör sinni gegn áreitni á vinnustöðum. Yfirskrift herferðarinnar er „Við erum ekki á matseðlinum“. Staðreyndin er sú að um helmingur starfandi kvenna í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna. Fjórðungur karlmanna verða fyrir slíkri áreitni.
Atvinnurekendum ber að útbúa áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Þeim berst að bregðast við eins fljótt og auðið er, berist þeim kvartanir um áreitni eða ofbeldi. Ofbeldið getur verið af ýmsum toga. Það getur verið táknrænt, innihaldið myndir eða skilaboð.
Þjónustufólk getur sætt því að fá persónulegar spurningar eða óviðeigandi athugasemdir. Fólk verður einnig fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi, svo sem snertingar, þukl eða beint ofbeldi.
Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda og/eða vinnuverndarfulltrúa um það.
Félagar í stéttarfélögum geta alltaf leitað ráða hjá félaginu sínu og fengið þar stuðning.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







