Markaðurinn
„Við erum ekki á matseðlinum“ – Starfsfólk í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum halda áfram herör sinni gegn áreitni á vinnustöðum. Yfirskrift herferðarinnar er „Við erum ekki á matseðlinum“. Staðreyndin er sú að um helmingur starfandi kvenna í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna. Fjórðungur karlmanna verða fyrir slíkri áreitni.
Atvinnurekendum ber að útbúa áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Þeim berst að bregðast við eins fljótt og auðið er, berist þeim kvartanir um áreitni eða ofbeldi. Ofbeldið getur verið af ýmsum toga. Það getur verið táknrænt, innihaldið myndir eða skilaboð.
Þjónustufólk getur sætt því að fá persónulegar spurningar eða óviðeigandi athugasemdir. Fólk verður einnig fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi, svo sem snertingar, þukl eða beint ofbeldi.
Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda og/eða vinnuverndarfulltrúa um það.
Félagar í stéttarfélögum geta alltaf leitað ráða hjá félaginu sínu og fengið þar stuðning.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt