Sverrir Halldórsson
Vestmannaeyjaferð – 2. kafli | Einsi Kaldi og Hótel Vestmannaeyjar
Er við komum niður í Landeyjarhöfn, var það fyrsta sem ég tók eftir voru 8 stórar rútur tómar sem biðu á planinu, svo rann það upp fyrir mér að ÍBV var að fara að spila úrslitaleikinn í handbolta í Reykjavík og þegar Herjólfur lagðist að bryggju og búið að opna landganginn, þustu Eyjamenn í land og út að rútunum og minnti þetta á engisprettufaraldur.
Svo var hleypt um borð og hafði ég á orði við stýrimanninn að það yrði sjálfsagt rólegra út í Eyjar og brosti hann við því, landfestar leystar og siglingin hófst og 35 mínútum seinna lögðust við að bryggju í Eyjum, í land og tókum smá rúnt um plássið áður en við tókum að leita að hótelinu, sem að við fundum fljótlega. Á móti okkur tóku annar eigandi hótelsins Magnús Bragason, en kona hans er einnig eigandi og heitir hún Adda Jóhanna Sigurðardóttir, fann maður strax á hans framkomu að gestir væru velkomnir til hans, einnig tók á móti okkur matreiðslumaðurinn Gunnar Heiðar Gunnarsson, var ákveðið að við kæmum í veitingasalinn kl: 18.00 þar sem von var á 2 hópum stuttu seinna og var það ekkert mál, fórum upp á herbergi og komum okkur fyrir og í smáslökun.
Á tilsettum tíma vorum við mættir í salinn hjá Einsa Kalda og vísað til borðs, boðnir drykkir og svo hófst veislan.
Fyrst kom volgt brauð bakað á staðnum með þeyttu smjöri, mjög gott.
Glæsileg framsetning, mjög bragðgóður, steinbíturinn helst til ofeldaður.
Aftur er það stórglæsileg framsetning, bragðið spilaði vel saman, en samt var hrefnubragðið sterkast, gæti vel hugsað mér að borða þennan rétt aftur.
Þessi réttur kom skemmtilega á óvart, bragð sem biður um að vera borðað.
Þessi var alvöru bisk, kröftugt bragð og mjög gott.
Óvenjuleg samsetning, en smakkaðis alveg prýðilega.
Þessi réttur var svolítið dökkur á diski, en bragðið sveik engan, og er það ekki aðalatriðið?
Mér var á orði að mér fyndist þetta líkjast frekar Toblerone og um nóttina kveikti ég á hvað vantaði, það var salthnetur, en enga síður góður eftirréttur.
Þetta var virkilega skemmtileg máltíð, þjónustan ljúf, en samt ákveðin, kokkarnir komu inn og útskýrðu alla réttina þó svo að staðurinn væri fullur og setur það alltaf flottan svip á salinn ef cheffinn er í salnum.
Þökkuðum við pent fyrir okkur og komum við í lobbýinu til að taka birgðir af bensíni upp á herbergi.
Fleira tengt efni:
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur