Smári Valtýr Sæbjörnsson
Verðhækkanir hjá birgjum vegna launahækkana
Þann 18. ágúst var sagt á vef Neytendasamtakanna frá þremur birgjum sem hafa tilkynnt verðhækkanir í byrjun september. Nú hafa borist fréttir af fjórum birgjum til viðbótar sem tilkynnt hafa verðhækkanir. Má ætla að allar þessar hækkanir komi við buddu neytenda hvort sem það er við innkaup eða í afborgunum á verðtryggðum lánum.
Meðfylgjandi mynd er listi yfir verðbreytingar birgja frá 1. maí 2015 og hvaða skýringar birgjar gefa.
Ljóst er að kjarasamningar frá því í vor eru kostnaðarauki fyrir fyrirtækin. Það er þó ekki sjálfgefið að þau þurfi að velta honum út í verðlagið. Þess í stað beina Neytendasamtökin því til fyrirtækja að þau leiti leiða til að hagræða sem mest svo ekki þurfi að koma til frekari hækkana á verðlagi.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef ns.is.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila