Freisting
Verðhækkanir á byggi valda hækkun bjórverðs

Fram kemur á vef visir.is að í umfjöllun um málið í Guardian segir að heimsmarkaðsverð á byggi hafi hækkað úr 85 pundum á tonnið og í 175 pund frá því snemma í sumar. Bruggverksmiðjur kaupa hinsvegar sitt bygg 12 til 18 mánuði fram í tímann þannig að ekki er reiknað með að áhrifin af þessum hækkunum muni gæta í bjórverðinu fyrr en á sama tíma að ári.
Áhrifa af þessum hækkunum er farið að gæta hjá hluthöfum stærstu bruggverksmiðja heimsins. Þannig lækkuðu hlutir í Carlsberg um 6% í síðustu viku og hlutir í Budweiser og Stella Artois lækkuðu um 5% á sama tíma. Hlutir í Heineken lækkuðu svo um 5% í þessari viku, en þetta kemur fram á vef visir.is.
Kráareigandi í Dorset reiknar með að hálfur líter af bjór hjá honum muni kosta 4 pund að ári en hann kostar 3 pund í dag. Þarna spilar að vísu inn í boðað hækkanir á virðisaukaskatti upp á 2.5% og áfengisgjöldum upp á sömu prósentu. Að teknu tilliti til þess má spá fyrir um að stór bjór á Íslandi muni kosta nokkuð yfir 1.000 krónur næsta sumar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars