Freisting
Verðhækkanir á byggi valda hækkun bjórverðs

Fram kemur á vef visir.is að í umfjöllun um málið í Guardian segir að heimsmarkaðsverð á byggi hafi hækkað úr 85 pundum á tonnið og í 175 pund frá því snemma í sumar. Bruggverksmiðjur kaupa hinsvegar sitt bygg 12 til 18 mánuði fram í tímann þannig að ekki er reiknað með að áhrifin af þessum hækkunum muni gæta í bjórverðinu fyrr en á sama tíma að ári.
Áhrifa af þessum hækkunum er farið að gæta hjá hluthöfum stærstu bruggverksmiðja heimsins. Þannig lækkuðu hlutir í Carlsberg um 6% í síðustu viku og hlutir í Budweiser og Stella Artois lækkuðu um 5% á sama tíma. Hlutir í Heineken lækkuðu svo um 5% í þessari viku, en þetta kemur fram á vef visir.is.
Kráareigandi í Dorset reiknar með að hálfur líter af bjór hjá honum muni kosta 4 pund að ári en hann kostar 3 pund í dag. Þarna spilar að vísu inn í boðað hækkanir á virðisaukaskatti upp á 2.5% og áfengisgjöldum upp á sömu prósentu. Að teknu tilliti til þess má spá fyrir um að stór bjór á Íslandi muni kosta nokkuð yfir 1.000 krónur næsta sumar.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





