Vertu memm

Freisting

Verðhækkanir á byggi valda hækkun bjórverðs

Birting:

þann

Heimsmarkaðsverð á byggi hefur meir en tvöfaldast á síðustu mánuðum og eru þær hækkanir í samræmi við hækkanir á hveiti og öðrum kornvörum. Sökum þessa má reikna með að verð á bjór muni hækka töluvert á næsta ári.

Fram kemur á vef visir.is að í umfjöllun um málið í Guardian segir að heimsmarkaðsverð á byggi hafi hækkað úr 85 pundum á tonnið og í 175 pund frá því snemma í sumar. Bruggverksmiðjur kaupa hinsvegar sitt bygg 12 til 18 mánuði fram í tímann þannig að ekki er reiknað með að áhrifin af þessum hækkunum muni gæta í bjórverðinu fyrr en á sama tíma að ári.

Áhrifa af þessum hækkunum er farið að gæta hjá hluthöfum stærstu bruggverksmiðja heimsins. Þannig lækkuðu hlutir í Carlsberg um 6% í síðustu viku og hlutir í Budweiser og Stella Artois lækkuðu um 5% á sama tíma. Hlutir í Heineken lækkuðu svo um 5% í þessari viku, en þetta kemur fram á vef visir.is.

Kráareigandi í Dorset reiknar með að hálfur líter af bjór hjá honum muni kosta 4 pund að ári en hann kostar 3 pund í dag. Þarna spilar að vísu inn í boðað hækkanir á virðisaukaskatti upp á 2.5% og áfengisgjöldum upp á sömu prósentu. Að teknu tilliti til þess má spá fyrir um að stór bjór á Íslandi muni kosta nokkuð yfir 1.000 krónur næsta sumar.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið