Freisting
Verð á brauði og kökum hækkar
Verð á brauði og kökum hækkar um allt að fjórðung, ef hækkun á raforkuverði til bakaría vegna nýrra raforkulaga fer út í verðlagið. Þetta segir formaður Landssambands bakarameistara.
Hingað til hafa bakarí fengið afslátt af raforku yfir hánóttina, þegar lítið álag er á orkuveitunni. Á móti hefur orkuveitan mátt skrúfa fyrir rafmagnsfrekustu tæki í bakaríum á þeim tímum dags þegar álagið er mest.
En eftir að ný orkulög tóku gildi um áramótin segjast forsvarsmenn orkuveitunnar ekki lengur hafa forsendur til að semja á þennan hátt við bakarí. Það þýðir bara eitt, kostnaður vegna raforku hefur rokið upp í bakaríum.
Reynir segist vonast til að þingmenn beiti sér í málinu, enda hafi margir þeirra barist fyrir lægra matvælaverði. Þá sé nefnd á vegum bakara í viðræðum við orkuveituna. Reynir óttast að ef ekkert gerist fljótt neyðist bakarar til að hækka verð og rjúfa þar með sátt.
Greint frá á visir.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Veitingarýni6 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro