Freisting
Verð á brauði og kökum hækkar
Verð á brauði og kökum hækkar um allt að fjórðung, ef hækkun á raforkuverði til bakaría vegna nýrra raforkulaga fer út í verðlagið. Þetta segir formaður Landssambands bakarameistara.
Hingað til hafa bakarí fengið afslátt af raforku yfir hánóttina, þegar lítið álag er á orkuveitunni. Á móti hefur orkuveitan mátt skrúfa fyrir rafmagnsfrekustu tæki í bakaríum á þeim tímum dags þegar álagið er mest.
En eftir að ný orkulög tóku gildi um áramótin segjast forsvarsmenn orkuveitunnar ekki lengur hafa forsendur til að semja á þennan hátt við bakarí. Það þýðir bara eitt, kostnaður vegna raforku hefur rokið upp í bakaríum.
Reynir segist vonast til að þingmenn beiti sér í málinu, enda hafi margir þeirra barist fyrir lægra matvælaverði. Þá sé nefnd á vegum bakara í viðræðum við orkuveituna. Reynir óttast að ef ekkert gerist fljótt neyðist bakarar til að hækka verð og rjúfa þar með sátt.
Greint frá á visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025