Freisting
Verð á brauði og kökum hækkar
Verð á brauði og kökum hækkar um allt að fjórðung, ef hækkun á raforkuverði til bakaría vegna nýrra raforkulaga fer út í verðlagið. Þetta segir formaður Landssambands bakarameistara.
Hingað til hafa bakarí fengið afslátt af raforku yfir hánóttina, þegar lítið álag er á orkuveitunni. Á móti hefur orkuveitan mátt skrúfa fyrir rafmagnsfrekustu tæki í bakaríum á þeim tímum dags þegar álagið er mest.
En eftir að ný orkulög tóku gildi um áramótin segjast forsvarsmenn orkuveitunnar ekki lengur hafa forsendur til að semja á þennan hátt við bakarí. Það þýðir bara eitt, kostnaður vegna raforku hefur rokið upp í bakaríum.
Reynir segist vonast til að þingmenn beiti sér í málinu, enda hafi margir þeirra barist fyrir lægra matvælaverði. Þá sé nefnd á vegum bakara í viðræðum við orkuveituna. Reynir óttast að ef ekkert gerist fljótt neyðist bakarar til að hækka verð og rjúfa þar með sátt.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin