Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Verbúð 11 opnar formlega í dag
Nýr og ferskur veitingastaður opnaði í dag við Gömlu höfnina í Reykjavík. Í Verbúð 11 er aðaláherslan lögð á fjölbreytta fiskrétti, þótt einnig megi finna afbragðs kjöt- og grænmetisrétti bæði á hádegis- og kvöldseðli.
Eins og nafnið gefur til kynna er Verbúð 11 til húsa í verbúðunum við Gömlu höfnina í Reykjavík og þar hefur fiskverkunin Sindrafiskur verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu frá árinu 1986. Nú er svo komið að ættfaðirinn, Jón Sigurðsson, hyggst draga saman seglin í fiskverkuninni og langaði að finna húsnæðinu nýtt hlutverk. Þar sem fjölskyldan hefur áratugareynslu í öllu sem við kemur fiski lá beinast við að opna veitingastað sem sérhæfir sig í sjávarfangi, þar sem áherslan er lögð á ferskt og gott hráefni.
Þess má geta að fjölskyldan hefur átt og gert út bátinn Sindra RE-46 allt frá árinu 1977. Þegar báturinn er í landi geta gestir Verbúðar 11 séð hann við hafnarbakkann. Áhöfnin á Sindre RE-46 mun sjá Verbúð 11 fyrir hráefni.
Einvalalið veitingafólks hefur verið ráðið til starfa á Verbúð 11. Yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri er Gunnar Ingi Elvarsson, veitingastjóri er Anna María Pétursdóttir, vaktstjóri er Jóhann Örn Ólafsson og rekstrarstjóri er Guðmundur Jónsson. Siglfirðingurinn Elín Þorsteinsdóttir sá um hönnun staðarins og arkitekt hússins er Ívar Örn Guðmundsson.
Verbúð 11 verður opin mánudaga til laugardaga frá kl. 11:30 til 14:00 og frá kl. 18:00 til 22:00. Lokað á sunnudögum.
Hægt er að skoða myndir frá staðnum með því að smella hér.
Allar nánari upplýsingar um Verbúð 11 er að finna á heimasíðu staðarins hér.
Mynd: af facebook síðu Verbúð 11.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi