Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Verbúð 11 opnar formlega í dag
Nýr og ferskur veitingastaður opnaði í dag við Gömlu höfnina í Reykjavík. Í Verbúð 11 er aðaláherslan lögð á fjölbreytta fiskrétti, þótt einnig megi finna afbragðs kjöt- og grænmetisrétti bæði á hádegis- og kvöldseðli.
Eins og nafnið gefur til kynna er Verbúð 11 til húsa í verbúðunum við Gömlu höfnina í Reykjavík og þar hefur fiskverkunin Sindrafiskur verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu frá árinu 1986. Nú er svo komið að ættfaðirinn, Jón Sigurðsson, hyggst draga saman seglin í fiskverkuninni og langaði að finna húsnæðinu nýtt hlutverk. Þar sem fjölskyldan hefur áratugareynslu í öllu sem við kemur fiski lá beinast við að opna veitingastað sem sérhæfir sig í sjávarfangi, þar sem áherslan er lögð á ferskt og gott hráefni.
Þess má geta að fjölskyldan hefur átt og gert út bátinn Sindra RE-46 allt frá árinu 1977. Þegar báturinn er í landi geta gestir Verbúðar 11 séð hann við hafnarbakkann. Áhöfnin á Sindre RE-46 mun sjá Verbúð 11 fyrir hráefni.
Einvalalið veitingafólks hefur verið ráðið til starfa á Verbúð 11. Yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri er Gunnar Ingi Elvarsson, veitingastjóri er Anna María Pétursdóttir, vaktstjóri er Jóhann Örn Ólafsson og rekstrarstjóri er Guðmundur Jónsson. Siglfirðingurinn Elín Þorsteinsdóttir sá um hönnun staðarins og arkitekt hússins er Ívar Örn Guðmundsson.
Verbúð 11 verður opin mánudaga til laugardaga frá kl. 11:30 til 14:00 og frá kl. 18:00 til 22:00. Lokað á sunnudögum.
Hægt er að skoða myndir frá staðnum með því að smella hér.
Allar nánari upplýsingar um Verbúð 11 er að finna á heimasíðu staðarins hér.
Mynd: af facebook síðu Verbúð 11.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð