Markaðurinn
Vel heppnuð Barilla kynning
Þann 15.október síðastliðinn hélt Sláturfélag Suðurlands í samstarfi við einn fremsta pastaframleiðanda í heimi, Barilla, kynningu á vörum og þjónustu fyrirtækisins. Viðburðurinn var haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem glæsileg aðstaða Hótel og matvælaskólans er til húsa.
Kynningin var vel sótt af fagaðilum úr mörgum af fremstu eldhúsum landsins. Eleonora Allegri, svæðissölustjóri Barilla hélt stutta kynningu á vöruframboði Barilla. Í framhaldi af því skellti fólk sér í kennslueldhúsið. Þar var öllum skipt upp í hópa þar sem útbúnir voru mismunandi réttir undir dyggri leiðsögn Marcello Zaccaria, matreiðslumeistara Barilla Academia. Notast var við ýmsar tegundir af Selezione Oro pasta sem er sérstaklega ætlað þar sem gæði skipta miklu máli.
Selezione Oro pasta fær sérmeðferð í vali á hráefni, pressun og þurrkun sem gerir það að verkum að pastað þolir mun betur t.d tvísuðu og þykkar sósur. Áhersla var lögð á Tómat&Basil sósu og Pestó Genovese og Pesto Rosso sem Barilla framleiðir úr sinni eigin uppskeru. Eftir eldamennskuna smakkaði fólk á öllum réttum og sá besti var valinn. Allir voru leystir út með gjöfum og héldu ánægðir heim á leið.
Smellið hér til að skoða vörulista Barilla fyrir stóreldhús.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.