Markaðurinn
Veldu uppáhaldsmolana í konfektkassann þinn
Jólin eru tími hefða og hátíðleika og Nóa Konfekt er fyrir löngu orðið ómissandi hluti af jólahefðum stórs hluta þjóðarinnar.
Þá er það einnig orðin venja hjá ansi mörgum að stelast í konfektkassann við hin ýmsu tækifæri, því öll eigum við okkar uppáhaldsmola. Og nú gefst fólki tækifæri á að velja eingöngu uppáhaldsmolana í konfektkassa fyrir sjálft sig eða þau sem standa hjarta þess næst.
Næstkomandi laugardag, 2. desember næstkomandi, mun Nói Síríus, í samstarfi við Hagkaup, bjóða gestum í Hagkaup Smáralind upp á að velja sjálfir eftirlætismolana í þar til gerða konfektkassa.
Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, hlakkar til samstarfsins:
„Við erum mjög spennt að kynna þessa nýjung fyrir okkar viðskiptavinum í samvinnu við Nóa Síríus í desember. Konfekt er órjúfanlegur hluti af aðventunni og mjög spennandi að geta valið sinn uppáhalds mola þar sem smekkur manna er auðvitað misjafn og því kjörið tækifæri að koma og fylla öskjur af uppáhalds molunum.
Við gátum ekki annað en sagt já við þessari skemmtilegu hugmynd frá Nóa og hlökkum til að fylgjast með hvernig móttökur súkkulaðibarinn fær hjá okkar viðskiptavinum,“
segir Eva Laufey.
Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, er bjartsýn á viðtökurnar:
„Það er gaman að geta boðið upp á þessa nýjung og ég hef fulla trú á því að fólk taki því fagnandi að geta valið innihald konfektkassans algjörlega út frá eigin smekk eða fyrir sínar uppáhalds manneskjur,“
segir Helga og aðspurð bætir hún því við að verði móttökurnar góðar megi eflaust vænta meira af slíku á komandi árum.
„Fyrst og fremst erum við þó þakklát fyrir þann heiður að spila jafn stóra rullu og raun ber vitni í hátíðarhöldum landsmanna og auðvitað er gaman að sjá hversu mörg okkar eiga sinn uppáhalds konfektmola.“
Eins og áður sagði verður hægt að kaupa sérvalið Nóa Konfekt í Hagkaup Smáralind 2. desember næstkomandi, milli klukkan 12 og 16. Hjalti Lýðsson, súkkulaðimeistari hjá Nóa Síríus, mun þar fara fyrir föngulegum hópi starfsfólks og aðstoða fólk við valið.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






