Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnuð villibráðarveisla á Nielsen – Sólveig: veislan gekk mjög vel og bara almenn ánægja með villibráðina

Birting:

þann

Nielsen á Egilsstöðum

Nielsen á Egilsstöðum

Fyrir helgi fór fram hátíðleg villibráðarveisla á Nielsen á Egilsstöðum, þar sem Kári Þorsteinsson matreiðslumaður og eigandi Nielsen og gestakokkurinn Bjarni Haraldsson sem hefur gert garðinn frægan með sínum margrómuðu villibráðarkvöldum, töfruðu fram glæsilega rétti úr villibráð sem komu bragðlaukum matargesta á flug.

Villibráðarveislan var með öllu því besta sem austurlandið hefur uppá að bjóða og kostaði herlegheitin einungis 13.900 kr á mann.

Nielsen restaurant á Egilsstöðum - Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

„Veislan gekk mjög vel og bara almenn ánægja með villibráðina. Hér á svæðinu er fólk mjög vant því að borða mikla villibráð, margir veiðimenn á svæðinu og ekki óalgengt að fólk sé með nóg af gæs, hreindýri, önd o.fl. í frystikistunni.“

Sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir í samtali við veitingageirinn.is og bætti við hvaða réttir stóðu upp úr:

„Heiðargæsaconfit, Hreindýra- Tataki og öndin.“

Matseðillinn

Súrdeigsbrauð A la Bjarni
Hreindýralifrarmús

Nauta coppa bruschetta
Ylliber, skyr, ruccola
Rjúpu bruschetta
Kóngasveppir, sveppamæjó
Heiðargæsa confit
Kex, sinnepsfræ
Bygg arancini
Hreindýra lardo, black garlic

Geitafiðla
Wasabi, rauðrófa, geitaskyr
Gæsarúlla A la Bjarni
Rjómaostur, þurrkaðir ávextir
Grafin gæs
Skyr, bláber, blóðberg
Hangikjöt
Ricotta, rófur 42

Rauðrófugrafinn karfi
&
Black garlic grafinn hlýri
Rabbabaradressing, rifsber
Hreindýra-tataki
Sveppa ponzu, villisveppir

Auglýsingapláss

Önd
Mandarínusósa, hindber, hunang

Purusteik
Rauðkál, brúnaðar beikon kartöflur

Mandarínuostakaka
Piparkökur, sítrónu-blóðbergsís

„Við náðum að fylla húsið í tveimur setningum sem voru rétt tæplega 70 manns.“

Sagði Sólveig að lokum, aðspurð um fjölda gesta.

Veitingageirinn.is óskaði eftir myndum af veislunni, en vegna anna þá gleymdist það í öllum undirbúningnum, enda í mörg horn að líta þegar kemur að svona sælkeraveislu. Við birtum í staðinn mynd af Nielsen í jólabúningnum.

Myndir: nielsenrestaurant.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið