Vertu memm

Keppni

Vel heppnuð negroni vika – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Negroni vika 2024

Negroni hlaupið sló í gegn

Lokahóf fór fram Negroni vikunnar fór fram á sunnudag á Parliament hótelinu í Gamla Kvennaskólanum að fagna stærstu Negroni viku Íslands til þessa.  Negroni vikan er alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin í 11. sinn og er orðinn einn stærsti viðburður ársins í veitingageiranum en 42 staðir tóku þátt sem er metfjöldi.

Negroni hlaupið sló í gegn

Negroni vika 2024

F.v. 2. sætið Leó Snæfeld, 1. sætið Haukur frá Jungle Cocktail bar og 3. sætið Dagur frá Apótekinu

Þéttskipuð dagskrá var alla vikuna og það sem stóð upp úr var klárlega Negroni hlaupið á miðvikudeginum þar sem barþjónar hlupu þrjá hringi kringum Austurvöll og blönduðu um leið Negroni sem er þrjú innihaldsefni.

Fyrsti hringurinn var hlaupinn með Campari á klaka, í næsta hring bættu þeir við gini og fyrir lokahring var bætt við sætum vermúð og hlaupið með tilbúinn Negroni. Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega & líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni.

Hlaupanúmer voru seld á 5000kr til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt.

Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle Cocktail bar, 2.sæti Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og 3.sæti Dagur frá Apótekinu.

600 þúsund söfnuðust fyrir Mía Magic

Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudeginum hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudegi voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi.

Klakavinnslan seldi flottar Negroni viku derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000kr í ár og var styrkurinn afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð.

Negroni vika 2024

Keli á Skál sigraði í keppninni um besta Negroni bæjarins og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.

Keli á Skál sigraði í keppninni um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka, Eva á Einstök bar sigraði besta óáfenga Negroni og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.

Fannar hjá Klakavinnslunni á heiður skilinn fyrir frábært skipulag í kringum Negroni vikuna

Adam Helgason lífskúnstner og matgæðingur var einn dómara um besta Negroni bæjarins gerði þessi skemmtilegu myndbönd hér að neðan:

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið