Keppni
Vel heppnuð negroni vika – Myndir og vídeó
Lokahóf fór fram Negroni vikunnar fór fram á sunnudag á Parliament hótelinu í Gamla Kvennaskólanum að fagna stærstu Negroni viku Íslands til þessa. Negroni vikan er alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin í 11. sinn og er orðinn einn stærsti viðburður ársins í veitingageiranum en 42 staðir tóku þátt sem er metfjöldi.
Negroni hlaupið sló í gegn
Þéttskipuð dagskrá var alla vikuna og það sem stóð upp úr var klárlega Negroni hlaupið á miðvikudeginum þar sem barþjónar hlupu þrjá hringi kringum Austurvöll og blönduðu um leið Negroni sem er þrjú innihaldsefni.
Fyrsti hringurinn var hlaupinn með Campari á klaka, í næsta hring bættu þeir við gini og fyrir lokahring var bætt við sætum vermúð og hlaupið með tilbúinn Negroni. Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega & líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni.
Hlaupanúmer voru seld á 5000kr til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt.
Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle Cocktail bar, 2.sæti Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og 3.sæti Dagur frá Apótekinu.
600 þúsund söfnuðust fyrir Mía Magic
- Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri og Fannar Logi Jónsson sem sjá um sterkt vín hjá Ölgerðinni.
- Negroni vikan var haldin með pomp og prakt út um alla borg.
Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudeginum hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudegi voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi.
Klakavinnslan seldi flottar Negroni viku derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000kr í ár og var styrkurinn afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð.

Keli á Skál sigraði í keppninni um besta Negroni bæjarins og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.
Keli á Skál sigraði í keppninni um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka, Eva á Einstök bar sigraði besta óáfenga Negroni og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.
Fannar hjá Klakavinnslunni á heiður skilinn fyrir frábært skipulag í kringum Negroni vikuna
Adam Helgason lífskúnstner og matgæðingur var einn dómara um besta Negroni bæjarins gerði þessi skemmtilegu myndbönd hér að neðan:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið