Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð fjárfestahátíð á Siglufirði – Sigló veitingar grilluðu fyrir gesti – Myndir og vídeó
Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í gær. Fjórtán nýsköpunarfyrirtæki fengu tækifæri til að heilla fjárfesta.
Sjá einnig: Vínrækt í gróðurhúsum á meðal verkefna á Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði
Í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt í Norðanátt og sóttu þrjátíu verkefni af öllu landinu um á Fjárfestahátíðina.
Dagskrá Fjárfestahátíð Norðanáttar
10:00 Hátíð hófst – Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fór með innblásturserindi og opnaði hátíðina á kaffi Rauðku.
Spjallið í skíðastólnum
Ráðstefnustjóri – Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri
– Nýsköpun á Norðurlandi
Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
Árni Örvarsson, Icelandic Eider
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun
–Tækifæri og nýting auðlinda til nýsköpunar
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
Kjartan Ólafsson, Transition Labs
Sesselja Barðdal, EIMUR
13:30 Þeir fiska sem róa – Fjárfestakynningar í bátahúsinu á siglufirði
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fór með innblásturserindi
Verkefnin sem tóku þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023 voru:
- Bambahús – Úr drasli í nasl (VF)
- Biopol – Ocean Gold (N)
- EONE ehf. – e1 sameinar allar hleðslustöðvar í eitt app fyrir rafbílinn þinn! (Allt landið)
- Frostþurrkun ehf. – Miðlægt frostþurrkunarver á Íslandi sem þjónustar fyrirtæki og framleiðir frostþurrkaðar afurðir úr íslenskum hráefnum (S)
- Gefn – Nýsköpun í grænni efnafræði (H)
- GeoSilica Iceland – GeoSilica framleiðir hágæða steinefni úr íslensku jarðhitavatni með byltingarkenndri framleiðsluaðferð (R)
- GreenBytes – Reducing food waste and increasing profit in restaurants. (H)
- Gull úr Grasi – Tryggjum fóður og fæðuöryggi (N)
- IceWind – Vindtúrbínur fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum (H)
- Kaja Organic – Jurtamjólkur verksmiðja (V)
- Melta – Melta er ný closed-loop hringrásarþjónusta fyrir lífrænan heimilisúrgang* sveitarfélaga á landsbyggðunum og framleiðsla á Meltu: gerjuðum lífrænum áburði (S)
- Skógarplöntur ehf. – Framleiðsla á skógarplöntum á nýjan hátt (N)
- Vínland Vínekran – Verkefnið snýst um vínrækt í gróðurhúsum, freyðivínsgerð og vínekru upplifun með leiðsögn. Þar verður einnig að finna veitingastað fyrir einstaklinga, hópa og viðburði og vínmeðferða Spa og vínbaði, ásamt afslökunarlaug í upphituðu gróðurhúsi. (S)
- YGG – Yggdrasill Carbon þróar hágæða íslenskar vottaðar kolefniseiningar úr landnýtingarverkefnum (A)
(N) Norðurland / (S) Suðurland / (H) Höfuðborgarsvæði / (VF) Vestfirðir / (V) Vesturland / (R) Reykjanes / (A) Austurland.
Grillveisla fyrir 150 manns
Það var Sigló veitingar sem sá um að elda matinn fyrir gesti á hátíðinni, en maturinn var borinn fram í brugghúsinu Segli 67 á Siglufirði.
Meðfylgjandi myndir eru frá grillveislunni, en þar voru grillaðir hamborgarar fyrir 150 gesti.
Frétt um fjárfestahátíðina á Stöð 2
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman